Dauflegt á fasteignamarkaði í ágúst
Einungis sex fasteignakaupsamningum var þinglýst í Reykjanesbæ allan ágústmánuð, samkvæmt tölum Fasteignaskrár ríkisins. Þar af voru fimm samningar um eignir í fjölbýli og einn samningur um eign í sérbýli. Heildarveltan var 437 milljónir króna og meðalupphæð á samning 72,9 milljónir króna.+
Til samanburðar má gera þess að 23 samningum var þinglýst á Akureyri í ágúst, sjö samningum á Árborgarsvæðinu og þremur á Akranesi.