Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. október 2001 kl. 16:23

Dauður refur og annar á hlaupum á Miðnesheiði

Ekið var á ref á Sandgerðisvegi á Miðnesheiði í morgun. Hrafnar sem áttu leið um gerðu sér refinn að góðu en flúðu þegar ljósmyndara bar að garði.Refurinn var dauður í vegkantinum nærri veginum að Rockville og hefur örugglega orðið fyrir bíl snemma í morgun. Sex hrafnar voru að gæða sér á hræinu þegar ljósmyndara bar að en flugu hratt á braut áður en ljósmyndarinn náði að smella af þeim myndum við átið. Hins vegar lentu þeir á veginum að ratstjárstöðinni á Miðnesheiði og þar var annar refur - sprelllifandi. Hann tók á rás þegar hann varð tíðindamanns var. Meðfylgjandi myndir af Miðnesheiði segja þó meira en fá orð um dýralífið í heiðinni milli Keflavíkur og Sandgerðis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024