Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dauðans alvara
Fimmtudagur 6. apríl 2006 kl. 10:59

Dauðans alvara

Líkt var eftir umferðarslysi við 88 húsið í Reykjanesbæ í gær á forvarnardegi. Brunavarnir Suðurnesja í samstarfi við lögreglu, tryggingafélögin og 88 húsið standa að árlegum forvarnardegi Reykjanesbæjar og að þessu sinni var markhópurinn nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, árgangur 1989.

Alvarlegt umferðarslys var sett á svið þar sem farþegi hafði látist og ökumaður alvarlega slasaður, beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu úr bílnum. Ölvaður ökumaður í annarri bifreið olli slysinu en hann slapp með skrámur.

Æfingin var metnaðarfull og íburðarmikil og sýndi vel hvað á sér stað í slysum af þessu tagi. Nemendum gafst einnig tækifæri á því að prófa veltubílinn, árekstrarsleðann og ölvunargleraugu svo eitthvað sé nefnt en markmiðið var að virkja þátttöku nemenda og fækka slysum og þannig auka öryggi allra í umferðinni.

Nánar í Víkurfréttum í næstu viku
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024