Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dauðagildra æðafugla við Njarðvíkurhöfn
Miðvikudagur 25. febrúar 2004 kl. 16:35

Dauðagildra æðafugla við Njarðvíkurhöfn

Lögreglan í Keflavík hefur þurft að hafa síendurtekin afskipti af pramma sem stendur í Njarðvíkurhöfn vegna æðarfugla sem þar hafa drepist. Undir prammanum eru göt sem æðarfuglinn kafar upp um og festist með því inn í lest prammans og kemst fuglinn ekki út nema stuggað sé við honum.
Pramminn hefur verið bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn í nokkur ár, en hann var notaður við uppbyggingu grjótgarðs við Keflavíkurhöfn. Að sögn Svavars Einarssonar framkvæmdarstjóra SEES ehf. hefur fyrirtækið nokkuð lengi reynt að selja prammann. „Það hefur staðið til í nokkur ár en lítið gengið í því máli,“ sagði Svavar í samtali við Víkurfréttir.
Víkurfréttir könnuðu prammann í síðustu viku og á prammanum var nokkuð stórt op sem auðveldlega er hægt að detta niður um, en um fjórir metrar eru niður á botn lestar prammans. Svavar vildi að það kæmi skýrt fram að hann teldi prammann og svæðið í kring ekki vera leiksvæði barna.

Myndin: Pramminn við Njarðvíkurhöfn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024