DATT Í SJÓINN
Maður féll í sjóinn við smábátahöfnina í Grófinni í síðustu viku. Lögreglan fékk tilkynningu um atburðinn og sjúkrabifreið var einnig send á vettvang. Þegar á staðinn var komið voru vegfarendur búnir að ná manninum upp á þurrt land. Maðurinn var ölvaður og talið er að honum hafi skrikað fótur á bryggjunni og fallið í kaldan sjóinn. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, en honum varð ekki meint af volkinu.