Danskrakkar bjóða bílþvott
Nemendur í E-lítuhópurinn í DansKompaní hafa verið í fjáröflun frá því í október að safna fyrir dansferð til NEW YORK sem verður í byrjun júní og bjóða upp á bílaþvott í fjáröflunarskyni á morgun laugardag 18. maí.
Það verður sko þrifið eins og enginn sé morgundagurinn laugardaginn, 18.maí kl. 12 til 18.
Í boði er: 1. Sápubón + tjöruhreinsir kr. 3.500.
2. ALÞRIF: Sápubón + tjöruhreinsir + strokið af að innan + rusli hent + ryksugað + gluggar pússaðir ofl. kr. 6.000.
Endilega komdu og styrktu hópinn, skjót, góð og skemmtileg þjónusta.
Bestu kveðjur, Krakkarnir í E-lítuhópnum https://www.facebook.com/