Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Danski sjávarútvegsráðherrann á ferð um Suðurnes
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 kl. 14:09

Danski sjávarútvegsráðherrann á ferð um Suðurnes

Danski sjávarútvegsráðherrann Hans Christian Schmidt var ásamt fylgdarliði á ferð um Suðurnesin á föstudaginn.  Með í för var Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og heimsóttu þeir fyrirtæki og stofnanir.  Fóru þeir m.a. í fiskirannsóknarstöðina á Stað og skoðuðu aðstæður þar.  Einnig var farið í fyrirtæki á svæðinu og fengu þeir alls staðar góðar móttökur. 

Í Þorbirni-Fiskanesi var þeim boðið til hádegisverðar og fengu þeir að bragða á framleiðsluvörum fyrirtækisins.  Dagurinn endaði svo í Saltfisksetri Íslands þar sem Óskar Sævarsson forstöðumaður safnsins og Hörður Guðbrandsson forseti bæjarstórnar fylgdu honum í gegnum safnið.  Hans Christian spurði margs um verkun saltfisks fyrr á öldum og fékk greinargóð svör frá forstöðumanni safnsins.  Að lokum þáðu allir veitingar og færði Hans Christian þeim Óskari og Herði gjafir sem þakklætisvott fyrir góðar móttökur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024