Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Danska þotan fór til leitar í birtingu
Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 10:40

Danska þotan fór til leitar í birtingu

Dönsk Challenger 604 þota frá konunglega danska flughernum var í Keflavík í nótt í tengslum við leitina að flugmanni ferjuflugvélarinnar sem fórst vestur af Reykjanesi um miðjan dag í gær. Danska vélin var fyrst á vettvang slyssins í gær. Vélin kom inn til lendingar síðdegis í gær og tók eldsneyti hjá Suðurflugi. Áhöfnin var síðan í Keflavík í nótt en fór til leitar strax í birtingu í morgun.

Myndband með dönsku þotunni er í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024