Danska flutningavélin farin norður með mannskap og tæki
Hercules flugvél danska flughersins tók rétt í þessu á loft frá Keflavíkurflugvelli. Um borð eru 5 starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af fjórir kafarar, um 30 björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg auk starfsmanna frá Rarik og Landsneti.
Þá er jafnframt búnaður björgunarsveitanna, bíll séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og rafstrengur til að tengja varðskipið Þór við land á Dalvík.
Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð frá danska flughernum í morgun og er afar þakklát fyrir hve vel Danir brugðust við beiðninni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar örfáum mínútum fyrir brottför frá Keflavík.