DANSINN DUNAR Í GRÓFINNI!DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ VEITTI JÓNI M. HARÐARSYNI ÁFENGISLEYFI Í EITT ÁR SL. FÖSTUDAG
Club Casino opnar aftur í næstu viku.-fékk leyfi til að hafa opið til kl. 01 eftir miðnættiEllert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur veitt Jóni M. Harðarsyni, áfengisveitingaleyfi í eitt ár, fyrir frægasta skemmtistað landsins, Casino í Grófinni. Opnunartíminn er þó takmarkaður frá kl. 12 á hádegi til kl. 1 eftir miðnætti.Takmarkað leyfi í eitt ár„Ég fékk bréf frá Ellerti og í því stóð að ég fengi ótímbundið leyfi. Ég hafði strax samband við lögfræðing hjá Dómsmálaráðuneytinu, og spurði hann hvað átt væri við með ótímabundnu leyfi. Hann sagði að þetta þýddi árs leyfi, það væri ekkert til sem héti ótímabundið leyfi. Ég fékk leyfið síðasta föstudag, þann 22. október og býst við að opna Casino fyrstu vikuna í nóvember”, sagði Jón. Kærir takmarkaðan opnunartímannJón sagði að málinu væri þó langt því frá lokið því hann væri nú að bíða eftir niðurstöðum úrskurðarnefndar Dómsmálaráðuneytisins. „Ég er sannfærður um að ég fái leyfi til að hafa opið til kl. 3 um helgar”, sagði Jón að síðustu.