Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Danmörk sigraði í Nordic Baristacup
Þriðjudagur 2. nóvember 2004 kl. 14:17

Danmörk sigraði í Nordic Baristacup

Alþjóðlega kaffibarþjónakeppnin Nordic baristacup 2004 fór fram um síðustu helgi í húsakynnum Kaffitárs í Reykjanesbæ.

Keppnislið komu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og bar lið Danmerkur sigur úr býtum eftir harða keppni. Liðin fengu hálfa klukkustund hvert til að heilla dómendur með faglegum vinnubrögðum, bragðgóðum kaffidrykkjum og meðlæti.

Unnið var með kaffi frá Mexico og voru íslenskar mjólkurafurðir einnig í lykilhlutverki í keppninni. Dómarar í keppninni komu frá Ítalíu, Bandaríkjunum og Þýskalandi og mikill fjöldi erlendra gesta tóku þátt virkan þátt í dagskránni.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson: Íslenska liðið einbeitt í keppnismóð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024