Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Danir annast loftrýmisgæslu við Ísland
Föstudagur 12. ágúst 2022 kl. 13:39

Danir annast loftrýmisgæslu við Ísland

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar danska flughersins. Þetta er í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi, síðast árið 2018.

Flugsveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, (NATO Control and Reporting Center-Keflavik).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Danska flugsveitin kemur til landsins í dag, með fjórar F-16 orrustuþotur og 70 liðsmenn. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 12. til 20. ágúst. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins við kafbátaeftirlit.

Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd verkefnisins í umboði utanríkisráðuneytisins og í samvinnu við Isavia. Ráðgert er að loftrýmisgæslunni ljúki um miðjan september.