Dálítil slydda eða rigning í nótt og á morgun.
Norðlæg átt 8-13 m/s, en 13-18 m/s austantil í fyrstu. Dálítil él um landið norðaustanvert fram eftir degi, en annars bjartviðri. Heldur hægari vindur og víða léttskýjað í kvöld, en dálítil slydda við suðvesturströndina í nótt. Suðaustan 5-10 suðvestan- og vestantil á morgun og slydda eða rigning með köflum, en annars hægari suðlæg átt og bjartviðri. Hiti kringum frostmark sunnan- og vestantil, en annars frost 2 til 8 stig.
Faxaflói
Norðaustan 5-10 m/s og léttir til. Suðaustan 5-10 m/s í nótt og á morgun og dálítil slydda eða rigning, en lengst af þurrt í uppsveitum. Hiti kringum frostmark.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 og léttir til. Suðaustan 5-8 m/s í nótt og á morgun og slydda eða rigning með köflum. Hiti 0 til 4 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestlæg átt, 5-10 og rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla NA-til. Hiti 0 til 6 stig, svalast NA-til.
Á mánudag:
Heldur vaxandi norðlæg átt og kólnandi veður, 10-15 m/s um kvöldið. Snjókoma eða él, en þurrt að kalla syðra.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðlæg átt og kalt í veðri. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands.