Dálítil rigning í dag
Faxaflói - Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Austan 10-15 m/s og dálítil rigning þegar líður á daginn. Hægari síðdegis og úrkomulaust að mestu í kvöld og nótt, en SA 8-13 og skúrir á morgun. Hiti 10-15 stig.
Spá gerð 02.06.2007 kl. 09:55
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s með rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Skýjað að mestu norðantil og þurrt að kalla. Hiti 10 til 15 stig, en allt að 20 stig norðan- og norðaustanlands. Á miðvikudag: Suðlæg átt 8-13 m/s og skúrir eða dálítil rigning suðvestan- og vestanlands, en hægari og bjart að mestu norðanlands og austan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Útlit fyrir fremur hæga suðvestan átt með skúrum víða um land, þó lengst af bjartviðri austan- og suðustanlands. Kólnar lítið eitt í veðri.
Spá gerð 02.06.2007 kl. 08:37
VF-mynd-elg