Dálítil él í kortunum
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðan 5-13 m/s og dálitlum éljum, hvassast vestast. Lægir á morgun. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við ströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s og él á Vestfjörðum og Suðausturlandi, en annars mun hægara og skýjað með köflum. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á þriðjudag:
Norðaustan og austan 10-15 m/s og snjókoma eða slydda suðaustanlands, en annars víða él. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Norðanátt og él, en bjart sunnanlands. Frostlaust syðst, en annars vægt frost.
Af www.vedur.is