Dagur umhverfisins
Dagur umhverfisins verður haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn þann 25. apríl n.k. en að þessu sinni verður hann tileinkaður þjóðgörðum og náttúruvernd. Dagurinn er fæðingardagur Sveins Pálssonar fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Reykjanesbær mun minnast dagsins með því að leggja áherslu á náttúruvernd og hvetja bæjarbúa til þess að skoða friðuð svæði og náttúruperlur í heimabyggð.
Á degi umhverfisins veitir umhverfisráðherra viðurkenningu ráðuneytisins, Kuðunginn, eins og undanfarin ár, auk þess sem ráðuneytið mun boða til fundar um náttúruvernd og ferðamennsku í Norræna húsinu.
www.reykjanesbaer.is