Dagur um málefni fjölskyldunnar í Reykjanesbæ á morgun
Dagur um málefni fjölskyldunnar verður haldinn í Reykjanesbæ á morgun. Dagksráin hefst kl. 11:00 í Íþróttaakademíunni.
Á dagskrá eru tvö ávörp. Árni Sigfússon fjallar um framtíðarsýn Reykjanesbæjar í fjölskyldumálum - Árni Sigfússon, bæjarstjóri og Ingigerður Sæmundsdóttir, formaður formanns fjölskyldu- og félagsmálaráðs, talar um Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.
Hera Ósk Einarsdóttir, félagsráðgjafi, flytur erindið „Hvað geta foreldrar gert til að örva tal og mál barna sinna?“ og svo verður stutt kynning á „Lærum og leikum með hljóðin“ sem Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, flytur. Þá verður fjallað um foreldrafærni og parasambandið.
Viðurkenningar verða veittar til Fjölskylduvænna fyrirtækja. Barnapössun á staðnum, Íþróttaálfurinn kemur í heimsókn til barnanna. Veitingar.
Fundarstjóri verður Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri.