Dagur félagasamtaka haldinn í Vogum
Frístunda- og menningarnefnd Voga hefur ákveðið að halda dag félagasamtaka í Vogum og endurvekja þannig fyrri hefð. Hugsunin með slíkum degi er að félögin geti kynnt sitt starf fyrir íbúum og jafnvel fengið inn nýja félaga.
Eftir samráðsfund með félögunum hefur verið ákveðið að halda dag félagasamtaka laugardaginn 28. október, en það er sami dagur og gengið verður til Alþingiskosninga. Þá er líklegt að margir verði á faraldsfæti og geti sótt félögin heim.