Dagur B bæjarstjóraefni í Reykjanesbæ
– kynna framboðslistann í hádeginu á bókasafninu
	Dagur B Eggertsson er bæjarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni nú í morgun. Framboðslisti fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ verður kynntur í hádeginu á bókasafninu í Ráðhúsi Reykjanesbæjar.
	
	Friðjón Einarsson, núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, sagðist í samtali við Víkurfréttir vera ánægður með að hafa landað Degi í forystusætið í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um röðun á framboðslista Samfylkingarinnar verður kynnt á fundinum á bókasafninu sem hefst kl. 12 í hádeginu.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				