Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dagskrá þorrablóts Grindavíkur klár - Aðeins 120 miðar eftir
Fimmtudagur 14. febrúar 2013 kl. 13:06

Dagskrá þorrablóts Grindavíkur klár - Aðeins 120 miðar eftir

Undirbúningur fyrir risa þorrablótið í íþróttahúsinu á laugardaginn stendur sem hæst. Nú eru 120 miðar eftir í sölu. Afar mikilvægt er að þeir sem ætla að mæta á blótið verði í sambandi við Gauta (840 1719) eða Eirík (863 2040) í síðast lagi á morgun því þá þarf fjöldinn að liggja fyrir þegar þorramaturinn er pantaður. Dagskrá þorrablótsins klár en hún er glæsileg:

- Kór Grindavíkurkirkju flytur meðal annars Bítlalög, ABBAlög og önnur stuðlög.
- Annáll að hætti Sigurðar Ingvasonar.
- Minni karla og kvenna í flutningi furðuhjóna.
- Fjöldasöngur.
- Karlakór Grindavíkur syngur en þeir lofa að konurnar muni tapa sér í gleði....
- Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi.
- Veislustjóri Jón Gauti Dagbjartsson.
- Húsið opnar kl 19:00.
- Borðhald hefst stundvíslega kl 20:00.

Miðaverð 6.500 kr. fyrir glæsilegt þorrahlaðborð, skemmtiatriði á heimsmælikvarða og dansleik. Miðaverð 2.000 kr. fyrir dansleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Knattspyrnudeild UMFG • Körfuknattleiksdeild UMFG • Kvenfélag Grindavíkur