Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagskrá Sólseturshátíðar hefst í dag
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 07:30

Dagskrá Sólseturshátíðar hefst í dag

Þó hin árlega Sólseturshátíð í Garði verði ekki sett formlega fyrr en á morgun hefst vegleg dagskrá strax í dag með uppákomum við sjoppuna, flaggað verður við hús í bænum, reiðhjólaferð farin frá Sparisjóðnum (kl. 16) út á Garðskaga þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos auk þess sem diskótek verður haldið í Gerðaskóla í kvöld.


Umhverfisnefnd bæjarins hvetur bæjarbúa til að snytra vel í kringum hús sín og jafnvel skreyta þau eins og margir hafa þegar gert. Minnt er á að hægt er að losa sig við gras frá slætti til uppgræðslu í heiðinni ofan Heiðarbrautar en einnig er hægt að fara með rusl og garðaúrgang í Kölku, almenningi að kostnaðarlausu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá dagskrá Sólseturshátíðar