Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagskrá í Sandgerði á 112 degi
Laugardagur 11. febrúar 2006 kl. 11:58

Dagskrá í Sandgerði á 112 degi

Í tilefni af 112 deginum verður dagskrá í Sandgerði í dag á milli kl. 14-17. Þar verða björgunartæki Sigurvonar til sýnis og slökkvibílar Slökkviliðs Sandgerðis. Þá er von á bílum frá Keflavíkurflugvelli og má búast við að klippum verði beitt á bílflak og fl. Ástæða til að taka rúntinn í Sandgerði í dag.

Neyðarlínan, 112, fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir. Neyðarlínan hóf starfsemi 1. janúar 1996 og leysti 112 þá af hólmi fjöldann allan af neyðarnúmerum sem fólk þurfti að nota eftir því hvað hafði gerst og hvar viðkomandi var staddur á landinu. Nú er með einu símtali í 112 unnt að virkja á augabragði lögreglu, slökkvilið, almannavarnir, Landhelgisgæsluna, sjúkraflutningamenn, lækna, hjálparlið sjálfboðaliða og barnaverndarnefndir. Um 300 þúsund símtöl berast Neyðarlínunni á hverju ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024