Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagskrá í Duushúsum á sjómannadaginn: Sögur af sjónum, sest í sófa Óskars
Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 14:56

Dagskrá í Duushúsum á sjómannadaginn: Sögur af sjónum, sest í sófa Óskars

Á Sjómannadaginn, 1. júní geta gestir Duushúsa skoðað forlátt sófasett sem var í eigu Óskars Halldórssonar, athafnamanns. Húsgögn þessi er gjöf frá Hótel Borg með milligöngu Árna Johnsene alþingismanns. Óskar er einkum þekktastur sem síldarspekúlant en hann kom að ýmsu á sinni viðburðarríku ævi. Meðal annars lét hann byggja fyrir eigin reikning fyrstu hafskipabryggjuna á Vatnsnesinu sem markar jafnframt upphafið af hafnarmannvirkjum Keflavíkurhafnar.

Við Byggðasafn Reykjanesbæjar er verið að búa til vettvang fyrir fólk með mikinn áhuga á sögu svæðisins. Viljum við hvetja alla þá sem áhuga hafa að taka þátt að skrifa sig á lista sem verður á sýningunni. Eitt af verkefnum sem mikill áhugi er fyrir er að safna munnlegum frásögnum. Við erum þegar byrjuð að safna frá ýmsum og verðum á staðnum milli klukkan 14 og 16 með upptökutæki í Bíósalnum ef einhver vill setjast í Óskarssófa og rifja upp sögur af sjónum. Bæði sjómenn og aðstandendur í landi. Allar ábendingar um fólk sem við ættum að tala við eru líka vel þegnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sófasett Óskars Halldórssonar verður til sýnis í Bíósal ásamt nýjustu skipalíkönunum í bátaflota Gríms Karlssonar. Heitt á könnunni, allir velkomnir og ókeypis inn.