Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagskrá 17. júní í Reykjanesbæ
Mánudagur 13. júní 2005 kl. 15:19

Dagskrá 17. júní í Reykjanesbæ

Hátíðardagskrá 17. júní 2005 verður með hefðbundnu sniði.

Þó er bryddað upp á þeirri nýjung að skrúðganga sem áður hefur farið niður Hafnargötu mun nú ganga niður Hringbraut að Vesturgötu og upp Kirkjuveg að Skrúðgarði. Markmiðið með þessum breytingum er að fleiri geti notið skrúðgöngunnar sem verður glæsileg að þessu sinni með tveimur lúðrasveitum frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Að auki er Hafnargatan orðin erfið yfirferðar vegna hraðahindrana og þrenginga.

Umsjón með hátíðardagskrá er í höndum Menningar- íþrótta og tómstundasviðs Reykjanesbæjar. Skemmtidagskrá er í höndum íþróttafélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur.

Ef veður verður mjög vont færist hátíðardagskrá úr skrúðgarði í Reykjaneshöll. Stúdentar eru hvattir til að bera viðeigandi höfuðföt og aðrir bæjarbúar sem eiga íslenska þjóðbúninginn að klæðast honum í tilefni dagsins.

DAGSKRÁ
kl. 10:00 Njarðvíkurvöllur: Knattspyrna 7. flokkur drengja. Keflavík - Njarðvík.

Guðsþjónusta og skrúðgöngur
kl. 12:30 Hátíðarguðsjónusta í Njarðvíkurkirkju (Innri Njarðvík). Sr. Baldur Rafn Sigurðsson
Ath. Strætisvagnaferðir frá Keflavíkurkirkju kl. 12:10 og frá Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 12:20 og til baka að lokinni guðsþjónustu.

kl. 13:20 Skrúðganga undir stjórn skáta leggur af stað frá skátaheimilinu við Hringbraut. Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika.

Sýningar, söfn og kaffisala
13:00 - 17:30 Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar.
Listasafn: Sænskt listgler. Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands.
Byggðasafn: Poppminjasafn Íslands opnar nýja sýningu í Gryfjunni.
Bátasafn: Rúmlega 70 bátalíkön ásamt ýmsum sjóminjum.
Aðgangur ókeypis á allar sýningar.

16:00 - 18:00 Suðsuðvestur, nýlistagallerí, Hafnargötu 22.
Sýning Sólveigar Aðalsteinsdóttur. Aðgangur ókeypis.

Kl. 15:00 Kaffisala í Myllubakkaskóla. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Kl. 15:00 Kaffisala í Hvammi. Kvenfélag Njarðvíkur.
Kl. 15:00 Kaffisala í Stapa. Sunddeild Njarðvíkur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024