Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Daglegum lokunum aflétt
Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Hættusvæðið er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra og almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 8. ágúst 2023 kl. 09:56

Daglegum lokunum aflétt

Eldgos hófst við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesskaga klukkan 16:40 þann 10. júlí síðastliðinn og lauk laugardaginn 5. ágúst. Daglegum lokunum hefur verið aflétt.

Í dag er opið inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðfylgjandi göngukorti má greinilega sjá merkt hættusvæði. Hættusvæðið er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur. Bannið tekur ekki til viðbragðsaðila og vísindamanna sem þurfa í vísindalegum tilgangi aðgang að svæðinu. Þá getur lögregla veitt fjölmiðlum sem gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki við öflun frétta og miðlun þeirra undanþágu frá banni. Veðurstofa Íslands skilgreinir hættusvæði.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum gekk lokun gönguleiða vel í gær en alla daga þurfa nokkrir ferðamenn á aðstoð viðbragðsaðila að halda. Nóttin var tíðindalaus.

Fjallið Litli-Hrútur er inn á hættusvæði/bannsvæði. Inn á hættusvæði/bannsvæði er fólk á eigin ábyrgð.

Eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellur njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Talinn fjöldi í gær á Meradalaleið: 669. Eldri gönguleiðir: 726

Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn eru á svæðinu í dag. Björgunarsveitir sinna útköllum á svæðinu en verða þar ekki að staðaldri. Fyrirkomulag eftirlits kallar á ábyrgða hegðun ferðamanna.

Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri jaðri nýja hraunsins vegna hugsanlegrar hættu á gasmengun. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Þá getur hrunið úr háum hraunköntum.

Fólk fer að gosstöðvunum á eigin ábyrgð.

Göngumenn klæði sig eftir veðri, taki með sér nesti og gleymi ekki að hafa næga hleðslu á farsímum. Ekki er tryggt öryggi farsíma á svæðinu.

Bílum skal lagt á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar.

Þeir gangi að gosstöðvum sem treysta sér til þess, vel búnir og nestaðir. Fylgist með vindátt og fréttaflutningi.

Sjá jafnframt upplýsingar á https://safetravel.is/ https://www.almannavarnir.is/ https://www.vedur.is/ https://www.visitreykjanes.is/en https://loftgaedi.is/loftgaedi.is.

Akstur utan vega er bannaður.

Ferðamenn fari að fyrirmælum viðbragðsaðila. Fjöllin Litli Hrútur og Keilir eru inn á merktu hættusvæði/bannsvæði.

Spá veðurvaktar um gasdreifingu:

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, skúrir suðvestan til, einkum seinnipartinn, en þokubakkar úti við norður- og austurströndina. Norðvestan 5-10 m/s við austurströndina í kvöld og léttir víða til sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Norðausturlandi.