Daginn tekur að lengja
Í dag, fimmtudaginn 21. desember 2017 kl. 16:28 verða vetrarsólstöður á norðurhveli Jarðar. Sólin er þá syðst og lægst á himinhvolfinu, dagurinn stystur en nóttin lengst fyrir íbúa á norðurhveli. Á suðurhveli er þessu öfugt farið. Þar heldur fólk upp á sumarsólstöður.