Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagforeldrar vilja kaupa hús fyrir tíu börn á Baugholtsróló
Húsið sem dagforeldrarnir vilja kaupa og setja á lóð Baugholtsróló.
Laugardagur 28. september 2024 kl. 06:13

Dagforeldrar vilja kaupa hús fyrir tíu börn á Baugholtsróló

Andrea Atladóttir og Elín Ósk Einarsdóttir hafa sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ erindi varðandi heimild til afnota af lóð sem kennd er við Baugholtsróló og standsetja dagforeldraheimili þar. Starfsmenn verði tveir með alls tíu börn í ríflega 50 fermetra húsnæði. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

„Við höfum athugað með húsnæði hjá Reykjanesbæ en þar sem það er ekkert húsnæði fyrir okkur að fá, þá er þetta okkar lausn. Við höfum verið í sambandi við Húsasmiðjuna varðandi kaup á húsnæði og fundið hús sem er 52 fm og myndi henta best fyrir þessa starfsemi,“ segja þær í umsókninni og benda á að reglur geri ráð fyrir lágmarki 3,5 fermetrum á hvert barn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá starfsmönnum Reykjanesbæjar að þá skilst okkur að til að þetta gæti átt sér stað að þá þurfum við að fjárfesta í húsnæðinu sjálfar sem við erum tilbúnar að gera en förum fram á að Reykjanesbær geri undirstöður og tengingar klárar fyrir nýja húsið og allt sem þarf til að staðsetja húsið og hafa það nothæft á reit sem óskað er eftir á Baugholtsróló,“ segir jafnframt í umsókn Andreu og Elínar.