Dagforeldrar hlutu viðurkenningu á Degi fjölskyldunnar
Dagforeldrarnir Hrönn Ásmundsdóttir, Margrét Stefánsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir í Reykjanesbæ hlutu viðurkenningu á Degi um málefni fjölskyldunnar fyrir 10 ára starfsaldur. Dagurinn var haldinn hátíðlegur síðasta laugardag. Þá fékk Landsbankinn í Reykjanesbæ viðurkenningu sem Fjölskylduvænt fyrirtæki 2016 en hann var tilnefndur af starfsmönnum. Viðurkenningin var að þessu sinni var ljósmynd eftir OZZO.
Dagur um málefni fjölskyldunnar var haldinn í Fjölskyldusetrinu Skólavegi. Erindi um málefni fjölskyldunnar héldu þær Jasmina Crnac og Bryndís Jóna Magnúsdóttir. Þórey Ösp Gunnarsdóttir kynnti hvað stendur fjölskyldum til boða í Bókasafni Reykjanesbæjar. Dagskránni lauk á skemmtilegum söng frá Barnakór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.
Alls sóttu daginn um 60 manns sem var hinn gleðilegasti í alla staði, að því er segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Landsbankinn í Reykjanesbæ fékk viðurkenningu fyrir að vera fjölskylduvænt fyrirtæki.
Frá Degi fjölskyldunnar síðasta laugardag.