Dagforeldrar fresti gjaldskrárhækkunum
Fræðsluráð Reykjanesbæjar hvetur dagforeldra til þess að fresta fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum í ágúst til þess að sveitarfélagið geti brugðist við mögulegum hækkunum með hagsmuni foreldra að leiðarljósi.
Ráðið felur jafnframt fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar að boða forsvarsmenn samtakanna á sinn fund til að fara yfir efni bréfs Félags dagforeldra á Suðurnesjum sem tekið var fyrir á fundi fræðslusviðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.