Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ í fullum undirbúningi
Ljósmynd af vef Suðurnesjabæjar.
Laugardagur 29. janúar 2022 kl. 08:05

Dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ í fullum undirbúningi

Undirbúningur fyrir opnun Dagdvalar aldraðra í Suðurnesjabæ er í fullum gangi þessa dagana. Stefnt er að því að opna dyrnar á næstu vikum. Dagdvölin mun opna í húsnæði gamla Garðvangs sem hefur verið endurbætt og er hið glæsilegasta. 

Þær Anna Marta Valtýsdóttir og Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir, systur úr Rebekkustúkunni Steinunni, komu færandi hendi með gjöf handa Dagdvölinni sem Tinna Torfadóttir, forstöðumaður Dagdvalarinnar, veitti viðtöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024