Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 18. september 2002 kl. 11:44

Dagdvöl aldraðra býður gestum á opið hús

Dagdvöl aldraðra verður 10 ára í lok september. Dagdvölin er starfandi að Suðurgötu 12 -14 og hefur verið starfrækt þar frá upphafi, fyrst um sinn í hluta af neðstu hæð hússins í samvinnu við félagsstarf aldraðra en síðustu árin á allri hæðinni. Dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir eldri borgara sem búa í heimahúsum þar sem boðið er upp á keyrslu til og frá heimili, böðun, fullt fæði, ýmsa tómstundaiðju, félagsþjónustu o.fl.Dagdvölin er starfrækt á vegum Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar með daggjöldum frá Heilbrigðis- og tyggingamálaráðuneytinu. Í byrjun voru leyfi frá ráðuneytinu fyrir 10 dvalargesti en í dag eru leyfin 19 og hafa þau verið fullnýtt frá upphafi.
Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og reynt er að sinna hverjum einstaklingi á hans eigin forsendum eftir fremsta megni. Þessi gerð af þjónustuúrræði er það form sem hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Dagdvöl fyrir aldraða hefur þann kost í för með sér að einstaklingurinn getur búið lengur heima og dregur úr stofnanavist.
Mikil ánægja hefur verið hjá dvalargestum og starfsfólki með þetta þjónustuform þar sem markmiðið er að veita hinum aldraða umhyggju og stuðla að sjálfstæði hans.

Bæjarbúar verið hjartanlega velkomnir í Dagdvölina laugardaginn 28. september n.k. Það verður kaffi á könnunni.

Inga Lóa Guðmundsdóttir,
forstöðumaður Dagdvalar aldraðra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024