Dagbjörg með góðar gjafir
Það má með sanni segja að það er mikill samtakamáttur og samhugur í samfélaginu á þessum sérstöku tímum. Í dag kom slysavarna deildin Dagbjörg færandi hendi með ýmislegt til dægrastyttingar fyrir íbúa Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi.
Púsluspil, ýmis borðspil og þrautir, kast hringur og minigolf var meðal þess sem slysavarnakonurnar gáfu á hjúkrunarheimilin. Hrafnista færir þeim þakkir fyrir á fésbókarsíðu sinni.