Dagatölin full af hassi
				
				Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann 1,2 kíló af hassi sem falin voru inni í 54 dagatölum sem komu með hraðsendingu frá Suðaustur-Asíu á miðvikudag. Tveir menn voru handteknir í kjölfarið og heldur rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á málinu áfram. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeildarstjóra tollgæslunnar í Morgunblaðinu í dag, vakti sendingin grunsemdir tollvarðar sem tók hana til skoðunar. Í sendingunni voru 54 dagatöl og við fyrstu sýn virtust þau í engu frábrugðin venjulegum dagatölum. Nánari athugun leiddi hins vegar í ljós að þunnar hassplötur voru faldar inni í dagatölunum, undir þunnum trélista. Þetta kom þó ekki í ljós fyrr en tollverðir höfðu skorið með hnífi í eitt dagatalið. Fannst þá þunn hassplata og fundust sams konar plötur í öllum dagatölunum, 17-25 g að þyngd hver. Heildarmagn efnanna var 1,2 kíló. Ljóst má vera að dagatölin voru búin til utan um hassið. 
Á þessu ári hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á hátt í fimm kíló af hassi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Rannsókn málsins heldur áfram.
Fréttavefur Morgunblaðsins
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Á þessu ári hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á hátt í fimm kíló af hassi. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík tók við rannsókn málsins og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Rannsókn málsins heldur áfram.
Fréttavefur Morgunblaðsins





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				