Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmt til að greiða fyrir krana í Helguvíkurhöfn
Frá tökum á Djúpinu í höfninni í Helguvík árið 2010. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 1. júní 2015 kl. 16:10

Dæmt til að greiða fyrir krana í Helguvíkurhöfn

Fé­lag í eigu Baltas­ars Kor­máks var á föstu­dag­inn dæmt til þess að greiða fyr­ir­tæk­inu Á.B. Lyft­ing rúm­ar fjór­ar millj­ón­ir króna vegna leigu á krana sem notaðir voru við tök­ur á Djúp­inu í Helguvíkurhöfn í september 2015. Frá þessu er greint á vef mbl.is í dag.

Fé­lagið Andakt ehf., sem er í eigu Baltas­ars, var stofnað um gerð kvik­mynd­ar­inn­ar og tók kran­ana á leigu árið 2010.

Kvik­mynd­in fjall­ar um það þegar bát­ur­inn Hellis­ey fórst seint í mars 1984. Ann­ar kran­inn var notaður til þess að velta og hvolfa bátn­um, sem notaður var í kvik­mynd­inni, og að lok­um hífa hann upp úr höfn­inni í Helgu­vík.

Þá var ann­ar krani feng­inn til þess að aðstoða við kvik­mynda­gerðina og flytja kvik­mynda­fólk og tæki. Kran­arn­ir voru á tökustaðnum frá 1. – 9. sept­em­ber 2010, að und­an­skild­um tveim­ur dög­um.

Sjá frétt mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024