Dæmt til að greiða fyrir krana í Helguvíkurhöfn
Félag í eigu Baltasars Kormáks var á föstudaginn dæmt til þess að greiða fyrirtækinu Á.B. Lyfting rúmar fjórar milljónir króna vegna leigu á krana sem notaðir voru við tökur á Djúpinu í Helguvíkurhöfn í september 2015. Frá þessu er greint á vef mbl.is í dag.
Félagið Andakt ehf., sem er í eigu Baltasars, var stofnað um gerð kvikmyndarinnar og tók kranana á leigu árið 2010.
Kvikmyndin fjallar um það þegar báturinn Hellisey fórst seint í mars 1984. Annar kraninn var notaður til þess að velta og hvolfa bátnum, sem notaður var í kvikmyndinni, og að lokum hífa hann upp úr höfninni í Helguvík.
Þá var annar krani fenginn til þess að aðstoða við kvikmyndagerðina og flytja kvikmyndafólk og tæki. Kranarnir voru á tökustaðnum frá 1. – 9. september 2010, að undanskildum tveimur dögum.
Sjá frétt mbl.is.