Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmi um að fólk hafi flutt lögheimili sitt úr Reykjanesbæ
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta.
Miðvikudagur 29. apríl 2015 kl. 07:00

Dæmi um að fólk hafi flutt lögheimili sitt úr Reykjanesbæ

Bæjarmálin í Sjónvarpi Víkurfrétta: Kjartan Már í yfirheyrslu.

„Langflestir bæjarbúa sýna stöðunni skilning þó auðvitað séu þeir ekki sáttir við að þurfa að greiða hærri gjöld. Það er mikilvægt. En svo eru aðrir sem eru ekki svona skilningsríkir og hafa flutt lögheimili sitt út úr bænum til barna eða skyldmenna. Það er auðvitað stórfurðulegt mál en heilt yfir er viðhorfið gott. Það líður ekki sá dagur sem ég fæ ekki hvatningu frá fólki um hvort þetta fari ekki að lagast,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta um stöðuna, nýja ársreikninga, möguleikana í Helguvík og einnig hugsanlega mengun þar.

Þetta er fyrsta viðtalið hjá Sjónvarpi Víkurfrétta sem tekið er upp í litlu stúdíói á skrifstofu Víkurfrétta í Reykjanesbæ. Það er birt í heild hér á Víkurfréttavefnum, vf.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024