Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. október 2003 kl. 12:09

Dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi

Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa slegið mann í andlitið með bjórglasi í veitingahúsinu Stapanum í desember á síðasta ári. Maðurinn sem sleginn var marðist og bólgnaði á hægra kinnbeini, hlaut fjölda smáskurða á vinstri kinn og langan skurð frá hægra kinnbeini og fram með kjálka. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa slegið manninn, en sökum ofneyslu áfengis kvaðst ákærði ekki muna eftir verknaðinum. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkosntað, þar með talin 100 þúsund króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024