Dæmdur fyrir pokafisk!
Þrítugur karlmaður úr Reykjanesbæ hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir kvótasvindl. Maðurinn keypti fisk af sjómönnum, sem smyglað var í land fram hjá vikt og því ekki dregist frá kvóta útgerðarinnar, og síðan selt til útlanda. Var magnið sem maðurinn var dæmdur fyrir 134 tonn og verðmæti aflans 44 milljónir króna. Ekki hefur fallið dómur á Íslandi fyrir sambærilegt brot, samkvæmt fréttavef Vísis í dag.