Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögreglu
Föstudagur 19. september 2008 kl. 16:30

Dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögreglu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist með ofbeldi að lögregluþjóni fyrir utan skemmtistað í Grindavík í desember 2007.


Málavextir voru þeir að tveir lögregluþjónar fóru að skemmtistaðanum Lukku-Láka í Grindavík vegna mikillar háreysti þar fyrir utan. Þar var hinn ákærði í handalögmálum og voru hlutaðeigandi skildir að. Hinn ákærði, sem hafði verið fjarlægður út af staðnum vegna óláta, var mjög æstur, tók engu tiltali og reyndi að slá til lögreglumannanna og sparka í þá. Gekk lögregluþjóni illa að ná lögreglutökum á manninum sem féll við, greip utan um fót lögreglumannsins og felldi hann. Hlaut hann við það áverka á hné og hönd. Ákærði var færður í handjárn og fluttur á lögreglustöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í dómsorði segir að ákærði skuli sæta fangelsi í þrjá mánuði. Fresta skuli fullnustu refsingar og hún niður falla að liðnum 3 árum haldi ákærði almennt skilorð.  Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, 150.450 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 140.000 krónur.