Dæmdur fyrir morð af gáleysi
Maður á fertugsaldri var dæmdur rétt í þessu í Héraðsdómi Reykjaness í 6 mánaða fangelsi, þar af voru 4 mánuðir skilorðsbundnir fyrir manndráp af gáleysi. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Atburðurinn átti sér stað á Grindavíkurveginum þar sem maðurinn ók ölvaður yfir á rangan vegarhelming og lenti í árekstri sem varð til þess að ökumaður bifreiðarinnar sem hann keyrði á lést. Ákærði var sviptur ökurétti ævilangt og var gert að greiða um 1,5 milljón króna í sakarkostnað.