Dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot
Karlmaður fæddur 1948, búsettur í Reykjanesbæ, var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum framin í sjálfstæðri atvinnustarfsemi ákærða, með því að hafa hvorki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskattsskýrslum né virðisaukaskatti sem innheimtur var í starfseminni, samtals tæpar 6,4 milljónir króna. Brotin voru framin á árunum 2000-2005.
Sakbornini er gert að sæta fangelsi í fjóra mánuði, skilorðsbundið til þriggja mánaða. Þá er honum gert að greiða 12,7 milljónir í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skal ákærði sæta í hennar stað fangelsi í fjóra mánuði, segir í dómsniðurstöðu.