Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 18 ára gamlan karlmann í 6 mánaða fangelsi, þar af 4 mánuði skilorðsbundið, fyrir manndráp af gáleysi en maðurinn olli umferðarslysi á Garðsskagavegi í ágúst 2006 þar sem tveir karlmenn létu lífið.
Héraðsdómur segir, að hámarkshraði á veginum sé 90 kílómetrar á klukkustund en sannað þótti að maðurinn hafi umrætt sinn ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða og án aðgæslu þannig að bíll hans fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á hinum bílnum.
Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökuréttindum í 2 ár og dæmdur til að greiða tæpa 1 milljón króna í málskostnað.
Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu.