Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur fyrir fjárdrátt frá Þroskahjálp
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 07:00

Dæmdur fyrir fjárdrátt frá Þroskahjálp

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 61 árs gamlan mann fyrir fjárdrátt af reikningum Þroskahjálpar á Suðurnesjum þann 9. febrúar sl. Maðurinn dró að sér fé á árunum 2010 til 2011 að upphæð um fjórar milljónir króna, hann var stjórnarmaður Þroskahjálpar ásamt því að vera prófkúruhafi þegar hann dró að sér féð.

Hafi hinn ákærði haldið almennt skilorð að þremur árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins verður ákærunni frestað og felld niður, er það meðal annars vegna þess að málið dróst hjá lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Færslur hins ákærða voru 58, frá tíu til tvö hundruð þúsund krónur, hann lagði peninginn inn á eigin reikning eða einkahlutafélag í hans eigu. Ákærði viðurkenndi brot sín þegar lögð var fram kæra í október 2011 og endurgreiddi féð, sem var 4,1 milljón króna.

„Samkvæmt ofanrituðu liðu rúm sex ár frá því kæra var lögð fram uns ákæra var gefin út, án þess að séð verði af gögnum málsins að frekari rannsóknargagna hafi verið aflað á þeim tíma. Af hálfu ákæruvaldsins hefur engin skýring verið gefin á þessum óhóflega drætti. Að þessu virtu þykir rétt að fresta ákvörðun refsingar ákærða og binda hana skilyrðum svo sem nánar greinir í dómsorði.“ Þetta kemur fram í dómsúrskurði.