Dæmdur fyrir að hrinda konu
Tvítugur karlmaður var í morgun dæmdur í 40 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir líkamsárás á veitingastað í Grindavík í maí 2004. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn brá fæti fyrir konu á veitingastaðnum og hrinti henni með þeim afleiðingum að hún féll og beinbrotnaði á báðum úlnliðum. Maðurinn gekkst greiðlega við brotinu.
Ákærði skal greiða sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjanda. Bótakröfu kæranda að upphæð kr. 745.811 var vísað frá, enda hafði þegar náðst samkomulag á milli aðila um greiðslu meginhluta þeirrar upphæðar.
Maðurinn brá fæti fyrir konu á veitingastaðnum og hrinti henni með þeim afleiðingum að hún féll og beinbrotnaði á báðum úlnliðum. Maðurinn gekkst greiðlega við brotinu.
Ákærði skal greiða sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjanda. Bótakröfu kæranda að upphæð kr. 745.811 var vísað frá, enda hafði þegar náðst samkomulag á milli aðila um greiðslu meginhluta þeirrar upphæðar.