Dæmdur fyrir að hóta sýslumanni lífláti
 Maður búsettur í Reykjanesbæ var í gær dæmdur sekur um að hafa hótað sýslumanninum á Eskifirði lífláti.
Maður búsettur í Reykjanesbæ var í gær dæmdur sekur um að hafa hótað sýslumanninum á Eskifirði lífláti.Átti hótunin sér stað um síma kvöld eitt í október sl. en sá ákærði taldi sig eiga ýmislegt sökótt við sýslumann. Hann hafði verið kærður af embætti sýslumanns árið 2005, þegar hann var búsettur á Neskaupsstað og einnig þótti honum lögreglan þar í sveit ekki hafa brugðist við áralöngu áreiti sem hann taldi sig hafa þurft að þola.
Ákærði hafði ekki áður hlotið dóma sem hefðu áhrif á refsiákvörðun og var ölvunarástand mannsins ekki talið geta afsakað gjörðir hans.
Var refsing hans því talin hæfileg 30 daga fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				