Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur fyrir að hóta sýslumanni lífláti
Föstudagur 22. júní 2007 kl. 09:30

Dæmdur fyrir að hóta sýslumanni lífláti

Maður búsettur í Reykjanesbæ var í gær dæmdur sekur um að hafa hótað sýslumanninum á Eskifirði lífláti.

Átti hótunin sér stað um síma kvöld eitt í október sl. en sá ákærði taldi sig eiga ýmislegt sökótt við sýslumann. Hann hafði verið kærður af embætti sýslumanns árið 2005, þegar hann var búsettur á Neskaupsstað og einnig þótti honum lögreglan þar í sveit ekki hafa brugðist við áralöngu áreiti sem hann taldi sig hafa þurft að þola.

Ákærði hafði ekki áður hlotið dóma sem hefðu áhrif á refsiákvörðun og var ölvunarástand mannsins ekki talið geta afsakað gjörðir hans.

Var refsing hans því talin hæfileg 30 daga fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024