Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Stapa
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á tvo karlmenn í Stapa árið 2001. Annar maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og hinn í þrjá mánuði, fyrir að ráðast á mennina og berja þá m.a. í höfuðið með bjórglösum og flöskum.
Ástæða þess að dómarnir eru skilorðsbundnir er hve mikill dráttur varð á að ákæra væri gefin út. Rannsókn málsins var að mestu lokið í byrjun mars 2002 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 3. október 2003.
Annar árásarmannanna var dæmdur til að greiða öðru fórnarlambinu rúmar 89 þúsund krónur í skaðabætur. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða hinum 50 þúsund krónur í bætur. Mennirnir voru dæmdir til að greiða málskostnað, 140 þúsund krónur hvor.
Ástæða þess að dómarnir eru skilorðsbundnir er hve mikill dráttur varð á að ákæra væri gefin út. Rannsókn málsins var að mestu lokið í byrjun mars 2002 en ákæra var ekki gefin út fyrr en 3. október 2003.
Annar árásarmannanna var dæmdur til að greiða öðru fórnarlambinu rúmar 89 þúsund krónur í skaðabætur. Hinn árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða hinum 50 þúsund krónur í bætur. Mennirnir voru dæmdir til að greiða málskostnað, 140 þúsund krónur hvor.