Dæmdar miskabætur vegna uppsagnar
Hæstiréttur hefur staðfest dóm undirréttar um að Flugafgreiðslan ehf. skuli greiða fyrrverandi starfsmanni 400 þúsund króna miskabætur með dráttarvöxtum vegna ólöglegrar uppsagnar. Dómurinn er hér birtur í heild sinni eins og hann kemur fyrir á http://www.haestirettur.isFimmtudaginn 24. febrúar 2000. Nr. 374/1999.Flugafgreiðslan ehf.Sigurbjörn Björnsson ogHilmar R. Sölvason(Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.)gegnJóhannesi R. Guðnasyni(Sigurmar K. Albertsson hrl.)og gagnsökUppsögn. Miskabætur. Sérálit. J starfaði hjá einkahlutafélaginu F sem hlaðmaður við fermingu og affermingu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, en þeir S og H voru framkvæmdastjórar og helstu hluthafar félagsins, sem hafði þessi verkefni með höndum samkvæmt þjónustusamningi við Flugleiðir hf. Í september 1994 sögðu framkvæmdastjórarnir J upp starfi fyrirvaralaust, samtímis tveimur öðrum starfsmönnum F. Var hann borinn sökum um að hafa tekið varning úr farmi flugvéla ófrjálsri hendi. Samhliða uppsögninni óskuðu þeir eftir lögreglurannsókn á meintum þjófnaði úr vörusendingum á flugvellinum. Lauk þeirri rannsókn án þess að sannanir kæmu fram um misferli starfsmanna F. Meðan á henni stóð höfðaði J mál gegn F til greiðslu bóta fyrir missi launa í uppsagnarfresti. Var málið fellt niður í apríl 1996, þegar F féllst á að greiða þá kröfu. Eftir rannsóknina lagði J fram kæru á hendur S fyrir rangar sakargiftir, en ríkissaksóknari taldi ekki efni til aðgerða vegna hennar. Í nóvember 1998 bar hann svo fram kröfu um bætur vegna miska, sem hann hefði beðið vegna uppsagnarinnar og tengdra aðgerða og höfðaði síðan mál þetta á hendur F ásamt S og H til greiðslu þeirra bóta. Talið var, að uppsögn J hefði ekki verið reist á nægilegum efnislegum forsendum, og hefði í henni falist ólögmæt meingerð gegn persónu hans og æru, sbr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og nú 13. gr. laga nr. 37/1999. Hefðu S og H gengið fram af stórkostlegu gáleysi, og var fallist á sameiginlega skyldu þeirra með F til greiðslu miskabóta. J var ekki talinn hafa fallið frá rétti sínum til bótanna eða glatað honum fyrir tómlæti. Voru F, S og H dæmd til að greiða óskipt bætur fyrir ófjárhagslegt tjón hans. Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein. Áfrýjendur hafa skotið málinu til Hæstaréttar með stefnu 23. september 1999. Þeir krefjast sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Málinu var gagnáfrýjað með stefnu 19. október 1999. Krefst gagnáfrýjandi þess, að aðaláfrýjendum verði gert að greiða sér óskipt 1.500.000 krónur í miskabætur, með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 2. júlí 1999 til greiðsludags, svo og 740.794 krónur í málskostnað í héraði, ásamt málskostnaði fyrir Hæstarétti eftir mati réttarins. I. Mál þetta hefur gagnáfrýjandi höfðað af því tilefni, að honum var sagt upp starfi hjá aðaláfrýjandanum Flugafgreiðslunni ehf. hinn 14. desember 1994, samtímis tveimur öðrum starfsmönnum, þegar hann hafði starfað hjá félaginu á Keflavíkurflugvelli um nærfellt þriggja ára skeið sem hlaðmaður við fermingu og affermingu flugvéla og meðhöndlun á farmi í vörslu milli flugferða. Hafði félagið þau verkefni með höndum ásamt þrifum á flugvélum samkvæmt þjónustusamningi við Flugleiðir hf., sem nú hefur verið slitið fyrir nokkru. Unnið var að þjónustunni allan sólarhringinn á fjórum vöktum, og starfaði gagnáfrýjandi lengst af á svonefndri B-vakt. Aðaláfrýjendurnir Sigurbjörn Björnsson og Hilmar R. Sölvason voru helstu hluthafar félagsins og skipuðu framkvæmdastjórn þess, en samkvæmt verkaskiptingu þeirra í milli heyrði starf gagnáfrýjanda fremur undir hinn fyrrnefnda. Stóðu þeir saman að uppsögninni fyrir hönd félagsins. Uppsögn þessi var fyrirvaralaus og reist á þeirri forsendu, að gagnáfrýjandi væri talinn sekur um að hafa tekið varning úr farmi flugvéla ófrjálsri hendi. Kváðust þeir Sigurbjörn og Hilmar hafa vitneskju þessu til stuðnings, og fyrir lægi alvarleg umkvörtun frá Flugleiðum hf. yfir hvarfi á vörum úr vörusendingum. Samhliða uppsögninni afhentu þeir lögreglunni á Keflavíkurflugvelli beiðni um rannsókn á meintum þjófnaði úr vörusendingum á flugvellinum, dagsetta tveimur dögum fyrr, þar sem þess var getið, að hún væri borin fram í framhaldi af fundum þeirra og fulltrúa Flugleiða hf. Af hálfu gagnáfrýjanda var vinnuveitandanum hins vegar ritað bréf hinn 28. desember 1994, þar sem uppsögnin var lýst löglaus og þjófnaðarsakir á hendur honum tilhæfulausar. Kvaðst gagnáfrýjandi mundu gera bótakröfu um greiðslu launa fullan þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem hann hefði átt tilkall til, auk þess sem hann væri að íhuga að kæra fyrirsvarsmenn félagsins fyrir rangar sakargiftir. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lýst í héraðsdómi. Henni lauk endanlega í marsmánuði 1996, eftir að Flugafgreiðslan ehf. hafði ítrekað rannsóknarbeiðni sína, án þess að sannanir kæmu fram um misferli af hálfu gagnáfrýjanda eða starfsfélaga hans. Meðan á henni stóð höfðaði gagnáfrýjandi dómsmál á hendur Flugafgreiðslunni ehf. með kröfu um bætur fyrir missi launa í uppsagnarfresti. Það mál var fellt niður með samkomulagi á dómþingi 23. apríl 1996, eftir að lögmanni gagnáfrýjanda hafði verið greidd krafan með minniháttar lækkun. Í júní 1996 lögðu gagnáfrýjandi og einn starfsfélaga hans fram kæru á hendur Sigurbirni Björnssyni fyrir rangar sakargiftir. Af hálfu ríkissaksóknara voru ekki talin efni til aðgerða vegna kærunnar, og var sú afstaða endanlega staðfest í október 1997, eftir að kærendur höfðu borið málið undir dómsmálaráðuneytið. Gagnáfrýjandi höfðaði síðan mál þetta í janúar 1999. Krefst hann bóta úr hendi aðaláfrýjenda sameiginlega fyrir miska, er hann hafi beðið vegna uppsagnarinnar og tengdra aðgerða af hálfu vinnuveitanda síns. II. Atvikum málsins og gögnum er ítarlega lýst í héraðsdómi. Gefa þau til kynna, að hin fyrirvaralausa uppsögn gagnáfrýjanda hafi ekki verið reist á nægilegum efnislegum forsendum á sínum tíma. Meðal annars hafa aðaláfrýjendur ekki sýnt fram á, að vitneskja um hvarf á munum úr vörusendingum hafi örugglega verið tengd athöfnum gagnáfrýjanda. Í gögnum um vörusendingar, sem frammi liggja í málinu, hefur ekki heldur verið greint á milli hvarfs eða umbúðaskemmda, er átt hafi sér stað erlendis, og hins, er orðið kunni að hafa á Keflavíkurflugvelli. Hafa gögnin einvörðungu verið flokkuð eftir því, á hvaða vakt hlaðmanna hinnar tilgreindu vörusendingar voru meðhöndlaðar, og virðist flokkunin ekki leiða í ljós teljandi mun á milli vaktar gagnáfrýjanda og hinna vaktanna þriggja. Á það verður þannig að fallast með dómara málsins í héraði, að aðgerðir aðaláfrýjenda hafi verið illa grundaðar og aðallega byggðar á óstaðfestum sögusögnum. Verður að telja, að uppsögnin hafi verið óréttmæt og fyrirsvarsmenn félagsins gengið fram af stórfelldu gáleysi, er leiði af sér sameiginlega skyldu aðaláfrýjenda til greiðslu miskabóta. Af hálfu aðaláfrýjenda er á það bent, að í erindum gagnáfrýjanda vegna uppsagnarinnar hafi aldrei verið lýst kröfu um miskabætur fyrr en í kröfubréfi, sem ritað var 30. nóvember 1998, og enginn áskilnaður hafi verið gerður um frekari kröfur, þegar áðurgreint dómsmál var fellt niður og dómkrafan gerð upp gegn fullnaðarkvittun. Andspænis þessu er á það að líta, að gagnáfrýjandi bar í öndverðu ekki aðeins fram kröfu um laun til loka uppsagnarfrests, heldur gaf hann einnig til kynna, að kært yrði fyrir rangar sakargiftir, og fylgdi því síðar eftir í verki. Þegar dómsmálið var höfðað var lögreglurannsókn enn ólokið og ekki óeðlilegt að einskorða kröfugerð við fjártjón vegna brigða á samningsbundnum réttindum hans. Málið var ekki leitt til lykta með skriflegri sáttargerð innan eða utan réttar, heldur var það fellt niður á dómþingi í kjölfar greiðslu frá Flugafgreiðslunni ehf., sem þar var ein í fyrirsvari, án þess að nokkuð væri bókað um afstöðu aðila til sakarefna þeirra í milli. Kvittun til aðaláfrýjenda fyrir greiðslunni var einföld fullnaðarkvittun lögmanns fyrir uppgjöri á málinu, og verður henni ekki ætlað sérstakt gildi umfram það. Verður gagnáfrýjandi ekki talinn hafa fallið frá rétti til miskabóta eða glatað honum fyrir tómlætis sakir. Ljóst er, að í uppsögn gagnáfrýjanda og þeim ósönnuðu sakargiftum, sem á hann voru bornar, fólst ólögmæt meingerð gegn persónu hans og æru samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. nú 13. gr. laga nr. 37/1999. Er því rétt, að aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda óskipt bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, og þykja þær hæfilega ákveðnar 400.000 krónur, með vöxtum eins og á er kveðið í dómsorði. Málskostnaðarákvæði héraðsdóms verður staðfest. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda málskostnað fyrir Hæstarétti, svo sem um er mælt í dómsorði. Hjörtur Torfason tekur fram, að hann telji rétt að staðfesta ákvörðun héraðsdómara um fjárhæð miskabóta. Dómsorð: Aðaláfrýjendur, Flugafgreiðslan ehf., Sigurbjörn Björnsson og Hilmar R. Sölvason, greiði gagnáfrýjanda, Jóhannesi R. Guðnasyni, óskipt 400.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 30. desember 1998 til greiðsludags. Málskostnaðarákvæði hins áfrýjaða dóms á að vera óraskað. Aðaláfrýjendur greiði gagnáfrýjanda óskipt 200.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. júlí 1999. Málið höfðaði Jóhannes Rafn Guðnason, kt. 210467-2979, Álftamýri 32, Reykja––vík, með stefnu birtri 14. janúar 1999 á hendur Flugafgreiðslunni ehf., kt. 490289-1439, Holtsgötu 56, Njarðvík, Sigurbirni Björnssyni, kt. 150645-5659, Háa–leiti 37, Keflavík og Hilmari Rafni Sölva–syni, kt. 261236-3629, Heiðarbrún 4, Kefla–vík. Stefnandi krefst þess að stefndu verði dæmdir óskipt til greiðslu miska–bóta að fjárhæð krónur 5.000.000,oo með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá 30. desember 1998 til greiðsludags. Jafnframt verði dæmt að dráttarvextir skuli bætast við höfuðstól kröfunnar á tólf mánaða fresti samkvæmt 12. gr. laganna, í fyrsta skipti 30. desember 1999. Þá krefst stefnandi málskostnaðar samkvæmt fram–lögðum málskostnaðarreikningi, þ. á m. virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Stefndu krefjast þess aðallega að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnanda og að hann verði dæmdur til greiðslu málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Til vara er þess krafist að dóm–kröfur stefnanda verði stórlega lækkaðar og máls–kostnaður felldur niður. I. Stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn réðu stefnanda til starfa hjá stefnda Flug–afgreiðslunni ehf. með skriflegum ráðningarsamningi 18. mars 1992, en hið stefnda félag annaðist á greindum tíma vöruafgreiðslu og þjónustu við flugrekstur á Kefla–víkur––flugvelli, einkum í þágu Flugleiða hf. Ráðningarsambandið stóð óslitið til 14. desember 1994, en þann dag var stefnanda og tveimur öðrum starfsmönnum hins stefnda félags sagt upp störfum fyrirvaralaust og án upp–sagnar–frests. Er ágreinings–laust að stefnandi hafi sama dag verið boðaður til fundar við stefndu Sigur–björn og Hilmar Rafn á skrifstofu félagsins og að þeir hafi sem fram–kvæmda–stjórar félagsins tekið ákvörðun um brottrekstur stefnanda eftir að hann hafði hafnað því að segja sjálf–viljugur upp störfum. Að sögn stefnanda skýrðu stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn honum frá því á fundinum að félagið hefði undir höndum gögn er sönnuðu að hann hefði gerst sekur um þjófnað á vinnustað. Hann hefði vísað ásökunum stefndu á bug og óskað eftir að sjá þau gögn sem vísað væri til, en stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn hefðu ekki orðið við því. Af hálfu stefndu er því haldið fram að þeir hafi haft undir höndum upp-lýsingar, sem bent hafi ótvírætt til þess að sumir starfsmanna félagsins væru þjófóttir og að ,,ákveðnir menn væru sekari en aðrir”. Í fram–haldi af því hafi stefnandi meðal annarra verið boðaður til fundar við stefndu Sigur–björn og Hilmar Rafn. Þar hafi stefnandi viðurkennt að vera ,,ekki alveg sak–laus” og því hafi fyrirvara–laus uppsögn verið óumflýjanleg. Sama dag fór stefndi Sigur–björn ótilkvaddur á lögreglustöðina í Keflavík og lagði fram skriflega kæru. Í henni er upphaf málsins rakið til þjófnaðar á verðmætum arm–bands–úrum, sem tiltekinn starfsmaður stefnda Flugaf–greiðslunnar hefði orðið upp–vís að en í kjölfarið hefði vaknað grunur um fleiri þjófnaði af hálfu þeirra starfsmanna félagsins, sem ynnu við fermingu og affermingu flug–véla. Tjónaskýrslur líðandi árs hefðu verið skoðaðar og í ljós komið mörg tilvik vöru––rýrnunar ,,sem ætla mætti að gætu hafa skeð hér á landi …” eins og orðrétt segir í kæru––nni. Því næst segir: ,,Í fram––haldi af þessu voru þrír af starfs–mönnunum sagt upp vinnu fyrir–vara–laust nú í morgun: [stefnandi] … [X] og Draupnir Hauksson… Var þeim gert grein fyrir því, að yfir––menn fyrir–tækisins hefðu vitneskju um að þeir hefðu farið í vörur í flugvélum og tekið eitthvað af þeim ófrjálsri hendi. [X] og Draupnir neituðu öllum ásökunum, en [stefnandi] viðurkenndi að vera ekki alveg saklaus.” Lögreglurannsókn hófst sama dag með skýrslugjöf Friðriks Jakobssonar. Vitnið kvaðst hafa unnið sem hlaðmaður á Keflavíkurflugvelli í 7-8 ár. Á þeim tíma hefðu vörur oft horfið, ýmist þannig að þær vantaði í vörusendingar til landsins eða að tekið væri úr sendingunum hér á landi. Vitnið kvaðst tvívegis hafa séð X taka muni úr vörusendingum, en aldrei stefnanda eða Draupni Hauksson. Vitnið taldi að hlað–menn hefðu ekki tök á að stela miklu magni eða stórum hlutum og að starfs–menn í ,,fraktinni” væru í betri aðstöðu til slíks. Stefnandi neitaði alfarið sakargiftum við yfirheyrslu hjá lögreglu 18. janúar 1995. Í framhaldi af því voru borin undir stefnanda ummæli í kæruskýrslu þess efnis að hann hefði viður–kennt fyrir yfirmönnum sínum ,,að vera ekki alveg saklaus”. Sam–kvæmt fram–burðar–skýrslunni hefði stefnandi í fyrstu sagst hafa ,,tekið plast–glös” úr eld–húsbíl stefnda Flugaf–greiðslunnar og notað í kaffiaðstöðu starfsmanna, en nánar aðspurður hefði hann sagst hafa tekið glösin úr skáp í kaffiaðstöðunni og ekki vita hvaðan þau væru fengin. Eftir að stefnandi neitaði að undirrita bókun yfirheyranda um notkun á plastglösunum mun hann hafa verið færður í fangaklefa þar sem hann mátti dúsa í rúma klukkustund. Ármann Þór Baldursson hlaðmaður hjá stefnda Flugafgreiðslunni gaf skýrslu vitnis hjá lögreglu sama dag. Vitnið kvaðst hafa séð stefnanda og aðra hlaðmenn skoða vörur í kössum, sem komið hefðu til landsins með vélum Flugleiða hf. og þá einkum kassa, sem komið hefðu opnir til landsins. Einnig hefði vitnið séð stefnanda opna kassa og skoða innihald þeirra. Vitnið hefði sagt stefnda Sigurbirni frá þessu í byrjun desember 1998. Ragnar Guðleifsson hlaðmaður og Magnús Eyjólfsson verkstjóri hjá stefnda Flug–afgreiðslunni gáfu skýrslur sem vitni 21. mars 1995. Vitnið Ragnar kvaðst oft hafa séð stefnanda opna og skoða vöru–sendingar í kössum. Stundum hefði hann stungið inn á sig ,,hlutum eða varningi”. Þá hefði stefnandi í eitt skipti haustið 1994 opnað kassa í lest flugvélar, tekið þar grænan karlmannsjakka og klætt sig í hann. Vitnið Magnús kvaðst ekki hafa séð stefnanda stela varningi, en hann og fleiri starfs–menn hins stefnda félags hefðu verið orðaðir við þjófnaði úr vörusendingum. Símon Björnsson aðstoðarverkstjóri gaf skýrslu vitnis hjá lögreglu 26. apríl 1995. Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við að hlaðmenn tækju vörur ófrjálsri hendi. Með bréfi til stefndu 10. maí 1995 tilkynnti Sýslumaðurinn á Keflavíkurflug–velli að lögreglurannsókn hefði verið hætt þar sem ekki hefðu komið fram nægar sannanir fyrir ætluðum þjófnaðarbrotum stefnanda og tveggja starfsfélaga hans og ekki þætti grundvöllur til að halda rannsókn áfram. Í framhaldi af því reit lögmaður stefnanda bréf til stefnda Flugafgreiðslunnar 23. maí 1995 og lýsti kröfu á hendur félaginu vegna ólögmætrar uppsagnar. Jafnframt áskildi lögmaðurinn sér rétt til að leggja fram sér–staka kæru á hendur stefndu fyrir rangar sakargiftir, en áður hafði lög–maðurinn í bréfi 28. desember 1994 gert samskonar áskilnað vegna ,,alvarlegrar og til–hæfu–lausrar þjóf–kenningar”, sem vegið hefði mjög alvarlega að mannorði stefnanda. Með bréfi Ríkissaksóknara 12. desember 1995 var lagt fyrir Sýslumanninn á Kefla–víkurflugvelli að halda áfram opinberri rannsókn á hendur stefnanda og starfs–félögum hans tveimur og vísað í því sambandi til kröfu stefnda Sigurbjörns fyrir hönd stefnda Flugafgreiðslunnar í bréfi dagsettu 15. ágúst sama ár. Draupnir Hauksson og [X] voru yfirheyrðir af lögreglu dagana 11. og 15. janúar 1996. Þeir neituðu alfarið sakargiftum og kváðust ekki vita um ætlaða þjófnaði stefnanda. Ketill Gunnarsson hlaðmaður hjá stefnda Flugafgreiðslunni gaf skýrslu vitnis hjá lögreglu 14. febrúar 1996. Hann kvaðst ekki hafa orðið vitni að þjófnuðum annarra hlaðmanna, en sagði ýmsar kjaftasögur hafa verið í gangi á vinnustað. Hins vegar hefði oft vantað í vörusendingar frá útlöndum og oft hefðu kassar komið rifnir og vantað í þá vörur. Í fyrstu hefði það ekki tíðkast að hlaðmenn tilkynntu slíkt sér–stak–lega til eftirlitsmanns, en eftir að ,,þjófnaðarmál þetta” hefði komist í hámæli hefðu vitnið og aðrir reynt að ,,hreinsa af sér þjófnaðarstimpilinn” með því að til–kynna um rifnar umbúðir. Oddur Jónsson hlaðmaður gaf skýrslu vitnis hjá lögreglu 22. febrúar 1996. Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við að hlaðmenn tækju vörur ófrjálsri hendi. Sama dag reit Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli bréf til sýslumanns og tilkynnti að búið væri að yfirheyra tvö vitni til viðbótar hinum, ,,eftir ábendingu frá Sigurbirni Björnssyni, framkvæmdastjóra Flugafgreiðslunnar. Þessi vitni eins og flest hinna hafa ekki orðið bein vitni að þjófnuðum, heldur meira um sögusagnir að ræða” eins og orðrétt segir í bréfinu. Síðan segir: ,,Ekki liggja fyrir haldbærar sannanir á hendur hinum kærðu og ekkert sem bendir til að fleiri vitni séu fyrir hendi til að varpa nýju ljósi á rannsóknina.” Að boði Ríkissaksóknara var lögreglurannsókn vegna ætlaðra þjófnaðarbrota endan–lega hætt 11. mars 1996 og voru þær lyktir máls tilkynntar stefnanda. Áður hafði það gerst 11. október 1995 að lögmaður stefnanda þingfesti skaða–bóta–mál á hendur stefnda Flugafgreiðslunni vegna ólögmætrar uppsagnar stefnanda úr starfi 14. desember 1994 (mál réttarins nr. E-1178/1995). Málsaðilar sættust utan réttar með fullnaðargreiðslu félagsins á krónum 738.621,oo og var málið fellt niður á dóm–þingi 23. apríl 1996. Lögmaður stefnanda lagði 14. júní 1996 fram kæru á hendur stefnda Sigurbirni vegna rangra sakargifta samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Að lokinni athugun á fyrirliggjandi gögnum taldi Ríkis–saksóknari ekki efni til opinberrar rannsóknar. Kærumálið var því fellt niður. Þeirri ákvörðun skaut lögmaður stefnanda til Dóms–málaráðuneytis 3. apríl 1997, sem staðfesti fyrri ákvörðun í bréfi til lögmanns stefnanda 30. október 1997. Að undangengnu kröfubréfi til stefndu 30. nóvember 1998 var einkamál þetta höfðað til heimtu miskabóta. II. Meðal gagna sem stefnandi lagði fram undir rekstri málsins eru yfirlýsingar sjö verkstjóra stefnda Flugafgreiðslunnar frá því í ársbyrjun 1995. Þeim ber öllum saman um að stefnandi hafi verið traustur starfskraftur; duglegur, stundvís og sérlega lipur til allrar vinnu. Verkstjórarnir, að frá töldum Rúnari Þórarinssyni, komu ekki fyrir dóm við aðalmeðferð máls til að stað–festa umræddar yfirlýsingar, enda var efni þeirra ekki mót–mælt af hálfu stefndu. Auk Rúnars báru vitni fyrir dómi Óskar Herbert Þórmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, Gunnar S. Olsen stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, Draupnir Hauksson, Baldur Guðmundur Matthíasson, Ólafur Ólafsson, Ragnar Guðleifsson og Ármann Þór Baldursson, fyrrum hlað–menn hjá stefnda Flugafgreiðslunni. Eru ekki efni til að rekja framburð vitnanna í löngu máli, en hér á eftir verður drepið á það helsta, sem fram kom í vitnis–burði þeirra. Vitnið Óskar Herbert Þórmundsson bar fyrir dómi að kæra stefndu til lögreglu 14. desember 1994 hefði lotið að mikilli vörurýrnun og kröfu um opinbera rannsókn á ætluðum þjófnuðum starfsmanna hins stefnda félags. Vitnið hefði stýrt rannsókninni og hefði hún einkennst af sögusögnum og lítið verið um haldbær sönnunargögn um ætlaðan þjófnað eða þjófnaði af hálfu hinna kærðu. Rannsókn hefði því verið hætt. Vitnið Gunnar S. Olsen bar fyrir dómi að fyrirsvarsmenn Flugleiða hf. hefðu fundað með stefndu Sigurbirni og Hilmari Rafni í kjölfar þess að upp hefði komist um þjófnað á armbandssúrum haustið 1994 og staðreynt hefði verið að umtalsverð vöru–rýrnun ætti sér stað í vöruflutningum á vegum Flugleiða. Stefnda Flugafgreiðslunni hefði verið gert ljóst að taka yrði á öryggis- og starfsmannamálum hjá félaginu og tryggja að svona nokkuð kæmi ekki fyrir aftur, enda yrði slíkt ekki liðið af hálfu Flug–leiða. Vitnið kvað umrædda vörurýrnun ekki hafa verið takmarkaða við flugumferð um Keflavíkur–flug–völl heldur hefði hennar einnig orðið vart í flughöfnum erlendis. Vitnið Draupnir Hauksson kvaðst hafa verið á svokallaðri B-vakt hjá stefnda Flugafgreiðslunni haustið 1994 og hafa unnið með stefnanda. Vitnið hefði þó ekki starfað sem hlaðmaður og ekki komið nálægt vörusendingum, heldur ekið eldhúsbíl og séð um að koma matar- og drykkjar–vörum til og frá flugvélum Flug–leiða. Hinn 14. desember 1994 hefði vitnið verið kallað á fund stefnda Sigurbjörns, sem sagt hefði að hann væri með vitni að ótilgreindum þjófnaði vitnisins. Vitnið hefði neitað slíkum ásökunum, en engu að síður verið sagt upp störfum samdægurs. Vitnið Baldur Guðmundur Matthíasson kvaðst hafa unnið með stefnanda á B-vakt hjá stefnda Flugafgreiðslunni haustið 1994. Vitnið kvað vörurýrnun hafa verið almenna og hefðu starfs–menn hins stefnda félags oft komið að farangri og vöru–sendingum, sem skemmst hefðu í flutningum og umbúðir verið rifnar eða búið hefði verið að opna og taka verðmæti úr í erlendum flug–höfnum. Verst hefði ástandið verið á Heathrow flug–velli í London. Vitnið kvaðst ekki hafa séð stefnanda stela eða hand–fjatla muni úr vöru––sendingum. Fram kom hjá vitninu að það hefði verið og væri enn for–maður verka–lýðs- og sjó–manna–félagsins í Sand–gerði og hefði komið að málinu eftir upp–sögn stefnanda og komið honum í samband við lögmann. Vitnið kvað upp–sögnina hafa verið ,,geysi–legt áfall” fyrir stefnanda og hefði hann verið atvinnu–laus mánuðum saman, en vitnið hefði annast greiðslur atvinnuleysisbóta til hans. Vitnið Ólafur Ólafsson bar fyrir dómi að það hefði aldrei unnið á sömu vakt og stefnandi, en þeir hefðu hist við vaktaskipti. Vitnið kvaðst einu sinni hafa séð stefnanda ,,fara í kassa”, þ.e. opna þá og skoða innihald þeirra, líkt og flestir ef ekki allir hlaðmenn hefðu gert. Nánar aðspurt kvaðst vitnið jafnframt hafa í eitt skipti séð stefnanda stinga inn á sig ,,körfu–bolta––myndum” í lest flugvélar, en ekki kvaðst vitnið muna nákvæmlega hvenær það hefði verið og gat ekki greint nánar frá atburðinum. Vitnið kvaðst sjálft ekki hafa verið betra og viðurkenndi að hafa stolið samskonar myndum til að gefa litlum frænda sínum. Nánar aðspurt hvort vitnið hefði stolið úr vöru–sendingum svaraði það að bragði: ,,Já, já, já, það hef ég gert”. Aðspurt um magn svaraði vitnið: ,,Lítið” og bætti svo við: ,,Körfu––boltamyndir og svoleiðis”. Vitnið kvaðst ekki hafa skýrt stefndu frá háttsemi stefnanda. Fram kom hjá vitninu að eigin–kona þess og stefndi Sigurbjörn væru bræðrabörn. Vitnið Ragnar Guðleifsson kvaðst hafa unnið með stefnanda á B-vakt hjá stefnda Flugafgreiðslunni haustið 1994. Vitninu var sýnd lögregluskýrsla þess frá 21. mars 1995. Í framhaldi af lestri skýrslunnar kvaðst vitnið muna eftir atviki þegar vitnið hefði verið með stefnanda í lest flugvélar ,,og þessi blessaði jakki var skoðaður á sínum tíma … eða jakkaföt.” Nánar aðspurt kvaðst vitnið ekki muna eftir öðrum til–vikum um ætlaða óráðvendni stefnanda í starfi og kvaðst ekki muna eftir að stefnandi hefði tekið aðra muni en umræddan, grænan karlmannsjakka, sem hann hefði klætt sig í og því næst farið í vinnusamfesting utan yfir. Vitnið kvaðst hafa sagt stefnda Sigur–birni frá þessu eftir að stefnanda hefði verið sagt upp störfum. Vitnið kannaðist við að hafa sjálft tekið gosdrykki í heimildarleysi úr flugvélum Flugleiða, en neitaði í fyrstu að hafa stolið vörum úr vörusendingum. Nánar aðspurt kvaðst vitnið hins vegar hafa tekið gullpenna ófrjálsri hendi, sem legið hefði á lestargólfi flugvélar. Jafnframt hefði vitnið átt það til að kíkja ofan í opna kassa fyrir forvitnis sakir, en kassar með vörum hefðu oft verið opnir og lestar flug–véla stundum verið ,,eins og eftir spengjuárás”. Vitnið Ármann Þór Baldursson kvaðst hafa unnið með stefnanda á B-vakt hjá stefnda Flugafgreiðslunni haustið 1994. Vitnið bar að það hefði ekki séð stefnanda taka hluti og stela þeim úr vörusendingum, en hann hefði einu sinni til tvisvar í viku um a.m.k. hálfs árs skeið ,,opnað hluti og skoðað þá … til dæmis kassa”. Vitnið kvað það háð mati hvort menn vildu hafa slíka menn í vinnu, en persónulega finndist vitninu ,,þetta ekki eiga að gerast”. Vitnið kvaðst sjálft hafa tekið gosdrykki og plast-glös í eigu Flug–leiða í heimildarleysi og kvað slíkt vera stuld og ekkert betra en fram–ferði stefnanda. Vitnið Rúnar Þórarinsson bar fyrir dómi að það hefði verið verkstjóri á B-vakt hjá stefnda Flugafgreiðslunni haustið 1994. Vitnið kvaðst aldrei hafa orðið vart við óráð–vendni stefnanda í starfi. III. Stefnandi byggir kröfur sínar á því að aðgerðir stefndu gagnvart honum, þ.e. ólögmæt uppsögn, tilhæfulaus þjófkenning og tilefnislaus kæra til lögreglu 14. desember 1994, hafi helgast af ómálefnalegum ástæðum. Hvorki á þeim tíma né síðar hafi stefndu getað stutt ásakanir sínar eða að–gerðir full–nægjandi gögnum eða öðrum viðunandi upplýsingum. Hafi stefndu vitað eða mátt vita að umræddar ásakanir í garð stefnanda væru algjörlega tilefnislausar og einnig hverjar afleiðingar athafnir þeirra kynnu að hafa í för með sér fyrir hann. Þannig hafi stefndu með saknæmum og ólög–mætum hætti staðið að meingerð gegn frelsi, persónu, friði og æru stefnanda og beri á því óskipta bóta–skyldu. Stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn hafi staðið saman að ákvörðun og fram–kvæmd hinnar ólögmætu uppsagnar og tilefnislausu kæru. Þá skipi þeir framkvæmdastjórn stefnda Flugafgreiðslunnar og séu meðal eigenda félagsins. Einnig beri stefndi Flug–afgreiðslan ábyrgð á athöfnum stefndu Sigur–björns og Hilmars Rafns á grundvelli megin–reglna skaðabótaréttar utan samninga um vinnu–veitenda–ábyrgð. Stefnandi byggir einnig á því að stefndi Flugafgreiðslan hafi viðurkennt ólög–mæti athafna starfsmanna sinna, stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns, með því að fallast á kröfur stefnanda um greiðslu launa í uppsagnarfresti. Með þeim hætti hafi stefndi Flug–afgreiðslan sýnt í verki að ekki hafi legið fyrir lögmæt ástæða fyrirvara–lausrar uppsagnar og jafnframt að ekki hafi verið ástæða til að kæra stefnanda fyrir þjófnað. Með framangreindum athöfnum hafi stefndu valdið stefnanda verulegu tjóni. Ófjár–hagslegt tjón felist einkum í ómældri og aug–ljósri röskun á stöðu og högum stefnanda, frelsis–sviptingu, verulegum mann–orðs––hnekki, ærumeiðingu og fordæmingu, sem hann hafi orðið fyrir vegna hinnar ólög–mætu meingerðar stefndu. Stefnandi áætlar hæfilegar miskabætur vegna þessa krónur 5.000.000,oo. Þá hafi stefndu jafn–framt valdið honum verulegu fjártjóni. Ekki sé þó gerð bein krafa um greiðslu bóta vegna fjártjóns, en þess vænst að dómurinn taki tillit til þess við ákvörðun miskabóta. Um lagarök vísar stefnandi fyrst og fremst til meginreglna skaðabótaréttar um bætur utan samninga og vinnuveitendaábyrgð, auk ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 26. gr. laganna. Þá vísar stefnandi til ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 um persónufrelsi og mannvernd, auk ákvæða almennra hegningar-laga nr. 19/1940 um rangar sakargiftir. Kröfu sína um dráttarvexti styður hann við III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987, en bóta–krafa hafi verið sett fram 30. nóvember 1998. Skuli krafa um miskabætur því bera dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi, þ.e. 30 desember 1998. Um máls–kostnað vísar stefnandi loks til ákvæða laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 129. og 130. gr. laganna. IV. Stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn krefjast sýknu á grundvelli aðildarskorts, þar sem hvorugur þeirra hafi sagt upp eða rift samningssambandi við stefnanda, enda ekki verið í slíku sambandi við hann. Í stefnu sé ekki rökstutt með neinum hætti hvernig þeir geti sem framkvæmdastjórar hjá stefnda Flugafgreiðslunni verið gerðir persónulega ábyrgir fyrir efndum á ráðningar––samningi félagsins við stefnanda. Beri því að sýkna þá af kröfum stefnanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um með–ferð einka–mála. Verði ekki fallist á sýknu stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns á grund–velli aðildarskorts eigi eftirfarandi málsástæður við um alla stefndu, en ella aðeins um stefnda Flugafgreiðsluna. Stefndu byggja sýknukröfu á því að þeir hafi ekki staðið fyrir ólögmætri mein–gerð gegn stefnanda, hvorki frelsi, persónu, friði né æru og að ráðstafanir stefndu í árslok 1994 og á árinu 1995, sem snertu stefnanda, hafi verið lögmætar. Stefnda Flug––afgreiðslunni hafi verið nauðugur einn kostur að rifta ráðningarsamningi við stefnanda þar sem rökstuddur grunur hafi verið fyrir því að hann hefði misfarið með vöru––sendingar, sem félaginu og starfsmönnum þess hafi verið treyst fyrir. Riftunin ein sér geti ekki orðið grundvöllur miskabótakröfu heldur í mesta lagi tilefnið, sú aðferð sem viðhöfð sé við riftun, hvort sú aðferð sé í samræmi við tilefnið og hugsan–lega eftirfarandi aðgerðir vinnuveitanda. Miðað við fram komnar upplýsingar hafi verið útilokað að stefnandi héldi áfram störfum fyrir stefndu og því hafi honum verið gefinn kostur á að segja sjálfur upp. Stefnandi hafi hafnað þeim kosti og því hafi stefndi Flugafgreiðslan orðið að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi. Grundvöllur ráðningar–samningsins hafi verið brostinn og við skýrslutökur hjá lögreglu hafi verið stað––fest með óyggjandi hætti að stefnandi hefði brotið gróflega af sér í samnings–sam–bandinu. Skipti þar engu máli þótt ákæruvaldið hafi ekki talið nægar sannanir liggja fyrir svo höfðað yrði opinbert mál á hendur stefnanda. Sú staðreynd að stefnandi hafi skoðað og brotið upp vörusendingar og tekið úr þeim muni samkvæmt framburðum hafi leitt til þess að útilokað hafi verið að stefnandi héldi áfram störfum eða kæmi aftur til starfa hjá stefndu eftir lok lögreglurannsóknarinnar. Athafnir stefndu hafi því verið eðlilegar miðað við aðstæður og bein afleiðing af athöfnum stefnanda sjálfs. Stefndu mótmæla því að þeir hafi vitað eða mátt vita að ásakanir á hendur stefnanda væru tilefnislausar eða að aðgerðir stefndu hafi verið ólögmætar eða helgast af ómálefnalegum ástæðum. Skilyrðum 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé því ekki full–nægt svo að miskabætur verði dæmdar á grundvelli ákvæðisins. Þá séu ekki önnur ákvæði í þeim lögum, sem renni stoðum undir kröfur stefnanda. Engin breyting hafi heldur orðið við gildistöku skaðabótalaga á þeirri meginreglu að miskabætur verði ekki dæmdar nema á grundvelli settra laga og því verði þær ekki ákvarðaðar á grund–velli meginreglna skaðabótaréttar um bætur utan samninga eins og stefnandi byggi á. Stefndu byggja enn fremur á því að samkomulag við stefnanda um greiðslu á stefnu–kröfum í máli nr. E-1178/1995 og fyrirvaralaus móttaka fjárins hafi falið í sér fullnaðaruppgjör á kröfum stefnanda á hendur stefndu. Leggja stefndu áherslu á það að með samkomulaginu hafi þeir ekki verið að viðurkenna ólögmæti uppsagnarinnar og því síður að ástæðulaust hafi verið að krefjast lögreglurannsóknar. Verði ekki talið að með framangreindu samkomulagi hafi stefnandi fallið frá frekari kröfum á hendur stefndu þá megi ljóst vera að kröfur stefnanda vegna ólög–mætrar meingerðar séu niður fallnar sökum tómlætis með vísan til fyrri málsóknar á hendur stefndu vegna sömu atvika og þess tíma sem liðinn sé frá þeim atburðum er leiddu til málsóknar þessarar. Stefndu hafna því alfarið að þeir beri ábyrgð á frásögnum fjölmiðla af málinu, enda hafi þeir ekkert frumkvæði átt að slíkri umfjöllun. Þá sé ósannað að stefnandi hafi hrökklast burt frá Suðurnesjum vegna lögreglurannsóknarinnar eða að hann hafi ekki fengið atvinnu á svæðinu vegna aðgerða, sem stefndu beri ábyrgð á. Því sé með öllu órökstutt og ósannað hvaða afleiðingar á líf og hag stefnanda riftun á ráðningar–samningi hans hafi haft, en sönnunarbyrði fyrir því hvíli á stefnanda. Í varakröfu byggja stefndu á því að fjárhæð miskabótakröfunnar sé langt úr hófi fram og að þær röksemdir, sem réttlæta eigi stefnufjárhæðina, séu lítt eða með öllu órökstuddar og vandséð séu orsakatengsl milli tilgreindra afleiðinga og ætlaðrar ólögmætrar meingerðar stefndu. Verði orsakatengsl talin sönnuð sé jafnframt á því byggt að hluti þeirra afleiðinga, sem hlotist hafi af athöfnum stefndu, geti vart talist senni–legar. Þá mótmæla stefndu því sérstaklega að lagagrundvöllur sé fyrir því að fella fjártjón undir miskabótakröfu eins og gert sé í stefnu. Jafnframt er upphafstíma dráttar–vaxta sérstaklega mótmælt. Framangreindum kröfum til frekari stuðnings vísa stefndu til almennra megin–reglna skaðabótaréttar um fjártjón og miska, orsakasamband og sennilega afleiðingu, auk fordæma. Þá er vísað sérstaklega til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Kröfuna um málskostnað styðja stefndu loks við 130. gr., sbr. 1. mgr. 129. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. V. Svo sem áður er rakið varð hlaðmaður hjá stefnda Flugafgreiðslunni uppvís að þjófnaði á verðmætum armbandsúrum úr farmi Flugleiða hf., sem fór um Keflavíkur–flug–völl haustið 1994. Fjölmiðlar greindu frá málinu. Upplýst er með dómsframburði stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns og vitnisburði Gunnars S. Olsen að í framhaldi af því hafi tjóna–skýrslur verið rannsakaðar af hálfu Flugleiða og fundir verið haldnir með fyrir–svarsmönnum stefnda Flugafgreiðslunnar, stefndu Sigurbirni og Hilmari Rafni, þar sem þeim hafi verið gert ljóst að umtalsverð vörurýrnun væri á farmi með flug––vélum Flugleiða og að hana mætti að einhverju leyti rekja til starfsmanna hins stefnda félags. Samkvæmt framburði stefnda Hilmars Rafns og vætti Gunnars S. Olsen munu Flugleiðir hafa lagt þunga áherslu á úrbætur í öryggis- og starfsmanna–málum stefnda Flugafgreiðslunnar, en ella ætti félagið á hættu að missa þjónustu–samning sinn við Flug–leiðir. Stefndi Sigurbjörn sagði fyrir dómi að félagið hefði velt um 300.000.000 króna á árinu 1994, að langstærstum hluta vegna þjónustu við Flug–leiðir. Af hálfu stefndu er viðurkennt að einkum í ljósi framan–ritaðs og ábendinga frá vitninu Ármanni Þór Baldurssyni og öðrum ónafn–greindum starfsmönnum stefnda Flug–af–greiðslunnar hafi stefnandi og tveir aðrir starfsmenn félagsins verið kallaðir til fundar við stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn að morgni 14. desember 1994 og þeir tekið ákvörðun um að segja starfsmönnunum upp fyrirvaralaust og án uppsagnar–frests. Breytti engu varðandi ákvarðanatökuna þótt hinir starfs–mennirnir tveir hefðu neitað ásökunum stefndu um þjófnað og stefnandi í mesta lagi látið þau orð falla í viður–vist stefndu að hann væri ,,ekki alveg saklaus”, enda upplýst með samhljóða fram–burði stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns að þeir hafi ekki innt stefnanda nánar eftir því hvað fælist í slíkum ummælum. Er þannig ljóst að einu mátti skipta hvað stefnandi hefði sagt á fundinum; framtíð hans í starfi hlaðmanns hjá stefnda Flugaf–greiðslunni var ráðin. Samkvæmt framanröktu er ljóst að stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn stóðu sam–eiginlega að uppsögn stefnanda 14. desember 1994 og tóku þá ákvörðun í nafni stefnda Flug–afgreiðslunnar. Stefndu báru á stefnanda þjófnað og kærðu hann sam–dægurs fyrir þjófnað til lögreglu, en því er ekki haldið fram af hálfu stefnda Hilmars Rafns að sú ákvörðun hafi verið tekin að honum forspurðum. Komi til sakaráfellis fyrir ólömæta meingerð gagnvart stefnanda er því ljóst að stefndu beri á henni óskipta bóta–ábyrgð; stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn á grundvelli almennu sakarreglunnar og stefndi Flugafgreiðslan samkvæmt reglum skaðabótaréttarins um húsbóndaábyrgð. Verður því ekki fallist á sýknukröfu stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns á grund–velli aðildarskorts. Kemur þá til álita hvort aðgerðir stefndu 14. desember 1994 hafi falið í sér ólög–mæta meingerð og valdið stefnanda miska, sem sé bótaskyldur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Af hálfu stefnanda er í þessu sambandi einkum byggt á þjóf––kenningu á fundinum með stefndu Sigurbirni og Hilmari Rafni, ólögmætri upp–sögn úr starfi og ómálefnalegum ástæðum fyrir henni, tilefnislausri kæru til lögreglu og loks frelsissviptingu, sem stefnandi hefði sætt í kjölfar hennar. Því er ekki mótmælt að stefndu Sigurbjörn og Hilmar Rafn hafi þjófkennt stefnanda að morgni 14. desember 1994. Að sögn stefndu töldu þeir sig hafa á greindu tíma–marki óyggjandi sannanir fyrir slíkum ásökunum, sem réttlætt hefðu fyrir––vara–lausa uppsögn stefnanda og þjófnaðarkæru á hendur honum til lögreglu með kröfu um opinbera rannsókn. Stefndu fylgdu kærunni eftir og kröfðust meðal annars endurupp–töku á lögreglurann–sókn 15. ágúst 1995 eftir að hún hafði verið felld niður 10. maí sama ár á grundvelli ófull–nægjandi sönnunargagna. Eftir framhaldsrannsókn lög–reglu, þar sem meðal annars voru yfirheyrð tvö vitni eftir ábendingu stefnda Sigur–björns, var rannsókn á hendur stefnanda endanlega hætt 11. mars 1996. Þrátt fyrir hina ítarlegu lög–reglu–rannsókn, gagnaöflun stefndu fyrir dómi og vitnaleiðslu hafa stefndu ekki sýnt fram á hvað réttlætt hafi framangreindar ásakanir stefndu Sigurbjörns og Hilmars Rafns í garð stefnanda eða að málefnalegar ástæður hafi búið að baki fyrirvaralausri uppsögn hans úr starfi. Skal þetta nú skýrt nánar. Í fyrsta lagi hefur ekki verið nægjanlega sýnt fram á að stefnandi hafi gerst sekur um þjófnað. Aðeins tvö vitni hafa borið stefnanda í óhag að þessu leyti og telst hvorugt þeirra óaðfinnanlegt. Annað þeirra, vitnið Ragnar Guð–leifsson, bar fyrir lögreglu að stefnandi hefði eitt sinn klætt sig í grænan karlmanns–jakka og í önnur skipti stungið inn á sig ótilgreindum ,,hlutum eða varningi”. Fyrir dómi kvað vitnið stefnanda hafa skoðað græn jakkaföt og stolið jakkanum, en til–greindi ekki önnur ætluð þjófnaðar–til–vik. Jafnframt gekkst vitnið sjálft við þjófnaði úr flugvélum Flugleiða. Hitt vitnið, Ólafur Ólafsson, gaf fyrst skýrslu fyrir dómi rúmum fjórum árum eftir uppsögn stefnanda og bar á hann þjófnað á ,,körfuboltamyndum”, jafnframt því sem vitnið gekkst óhikað við stuldi á samskonar myndum. Var fram–burður vitnisins í meira lagi óstöðugur. Eiginkona vitnisins og stefndi Sigurbjörn eru bræðrabörn. Athygli vekur í því sambandi að í bréfi Óskars Þórmundssonar yfir–lög–regluþjóns frá 22. febrúar 1996, sem rakið er í kafla I að framan, er þess getið að þá hafi ekkert bent til að fleiri vitni væru fyrir hendi, sem varpað gætu nýju ljósi á rannsóknina, en skömmu áður höfðu tvö vitni verið yfirheyrð til viðbótar fyrri vitnum ,,eftir ábendingu frá [stefnda] Sigur–birni”. Þykja síðastgreind atriði draga enn frekar úr sönnunargildi vitnisburðar Ólafs Ólafssonar. Í annan stað má nefna að ekki var kannað áður en til uppsagnar stefnanda kom og þjófkenningar hvort vörurýrnun, sem Flugleiðir kvörtuðu undan við stefndu, yrði hér á landi og þá í hvaða hlutföllum gagnvart rýrnun er vart yrði á viðkomu–stöðum Flugleiða í erlendum flughöfnum. Í þriðja lagi er fram komið í málinu að þrátt fyrir uppsagnir stefnanda og tveggja annarra hlaðmanna 14. desember 1994 hafi vörurýrnun verið með svipuðu móti fram til 1. maí 1996 þegar samnings–sambandi lauk milli Flugleiða og stefnda Flugafgreiðslunnar. Samkvæmt framanröktu hefur ekki verið sýnt fram á að ástæður stefndu Sigur–björns og Hilmars Rafns fyrir uppsögn stefnanda 14. desember 1994 hafi verið mál–efna–legar, heldur hafi þær verið illa grundaðar og fyrst og fremst byggst á óstaðfestum sögusögnum, sem ekki hefur tekist að leiða fullnægjandi líkur að fyrir dómi. Athafnir framkvæmdastjóranna beggja greindan dag báru vott um verulegt gáleysi af þeirra hálfu og fólu í sér ólög–mæta meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi 26. gr. skaða–––bóta–laga, sem stefndu bera óskipta ábyrgð á. Með vísan til þess sem rakið er í kafla I að framan um lögreglu–rann–sókn á hendur stefnanda, sem stóð með hléum frá 14. desember 1994 til 11. mars 1996, og eftir–farandi kæru stefnanda á hendur stefnda Sigurbirni fyrir rangar sakargiftir, sem látin var niður falla 30. október 1997, verður ekki fallist á með stefndu að stefnandi hafi með tómlæti fyrirgert rétti sínum til að gera kröfu á hendur stefndu um miska–bætur. Þá er augljóst af gögnum málsins að utanréttarsátt í máli nr. 1178/1995 hefur engin áhrif á úrslit þessa máls og takmarkar ekki rétt stefnanda til heimtu miskabóta úr hendi stefndu. Við mat á fjárhæð miskabóta ber einkum að líta til hinnar rakalausu þjóf–kenningar og órökstuddrar kæru til lögreglu 14. desember 1994, sem hvort tveggja var til þess fallið að sverta persónu stefnanda og valda honum ómældri hneisu og álits–hnekki í litlu samfélagi á Suður–nesjum. Á stefnanda hvíldi ,,þjófnaðarstimpill” í að minnsta kosti þá fimmtán mánuði, sem lögreglurannsókn stóð yfir og jafnvel lengur. Er athyglis–vert í þessu sambandi að íhuga vitnisburð Ketils Gunnarssonar hlaðmanns hjá stefnda Flugafgreiðslunni, sem rakinn er í kafla I að framan, en vitnið bar hjá lögreglu að eftir að ,,þjófnaðarmál þetta” hefði komist í hámæli hefðu vitnið og aðrir hlað–menn reynt að ,,hreinsa af sér þjófnaðarstimpilinn” með því að til–kynna yfir–mönnum sínum um rifnar umbúðir. Stefnandi var ekki í sömu aðstöðu. Hann missti vinnuna fyrir–vara–laust eftir áralangt starf sem hlaðmaður, en gögn málsins bera flest með sér að hann hafi þótt traustur starfs–kraftur og verið duglegur til allrar vinnu. Stefnandi sá sig að lokum knúinn til að flytjast búferlum til Reykjavíkur þar sem hann fékk loks vinnu hjá Eimskipafélagi Íslands hf. 10. maí 1995. Að sögn stefnanda fór hann þá fyrst að finna minna fyrir ,,þjófnaðarstimplinum”, sem þó hvíli á honum enn í dag. Mannorð, sjálfsvirðing og virðing annarra verður seint metin til fjár eftir almennum hlutlægum mælikvarða. Að vera þjófkenndur án nokkurra raka og sæta í fram–haldi af því opinberri rannsókn hlýtur að vera hverjum einstaklingi þungbær raun. Með þetta í huga og einnig miskabótaákvörðun Hæstaréttar 4. febrúar 1999 í máli nr. 177/1998: Ragna Kristín Guðmundsdóttir gegn Háskóla Íslands og loks með hliðsjón af atvikum að öðru leyti þykja miska–bætur til stefnanda úr hendi stefndu hæfilega metnar krónur 700.000,oo. Rétt er að sú fjárhæð beri dráttarvexti samkvæmt III. kafla vaxta–laga frá dómsuppsögu til greiðsludags. Eftir þessum málsúrslitum ber einnig að dæma stefndu óskipt til greiðslu máls–kostnaðar. Lögmaður stefnanda lagði fram málskostnaðarreikning við aðal–meðferð máls, að fjárhæð krónur 740.794,oo. Málskostnaðarkrafan er studd tíma–skýrslu lög–mannsins og hefur ekki verið mótmælt tölulega af hálfu stefndu. Með vísan til þess, en þó einkum með hliðsjón af eðli og umfangi máls þykir máls–kostnaður hæfilega ákveðinn krónur 400.000,oo. Hefur þá verið tekið tillit til þeirrar skyldu stefnanda að greiða virðisaukaskatt af málflutningsþóknun. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kveður upp dóminn. Dómsorð: Stefndu, Flugafgreiðslan ehf. Sigurbjörn Björnsson og Hilmar Rafn Sölvason, greiði stefnanda, Jóhannesi Rafni Guðnasyni, óskipt krónur 700.000,oo í miska–bætur með dráttarvöxtum samkvæmt III. kafla vaxtalaga nr. 25/1987 frá dómsuppsögu til greiðsludags. Jafnframt greiði stefndu óskipt krónur 400.000,oo í málskostnað.