Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdar bætur vegna eineltis af hálfu skólastjóra
Föstudagur 19. september 2014 kl. 14:29

Dæmdar bætur vegna eineltis af hálfu skólastjóra

Grindavíkurbæ gert að greiða kennara miskabætur

Grindavíkurbæ var gert að greiða grunnskólakennara 200 þúsund krónur í miskabætur vegna eineltis em hann hafði orðið fyrir á vinnustað af hálfu skólastjóra. Dómur í málinu féll í hæstarétti í gær en kennari hafði kvartað yfir einelti af hálfu skólastjóra í Grunnskóla Grindavíkur. Áður hafði héraðsdómur Reykjaness dæmt manninum 400 þúsund í miskabætur, en hæstiréttur ákvað að lækka þá upphæð.

Haustið 2011 kvartaði kennarinn yfir einelti, sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjóra. Þrír sálfræðingar voru fengnir til þess að skera úr um hvort skólastjórinn hefði lagt kennarann í einelti og töldu þeir svo vera. Hæstiréttur taldi að ekki væri um einelti að ræða samkvæmt skilgreiningu í reglugerð um einelti á vinnustað. Hins vegar hafi Grindavíkurbær fallist á staðhæfingu kennarans um að skólastjórinn hafi lagt hann í einelti og að hann hafi orðið fyrir miska vegna þessa. Sérfræðingar töldu að málið væri þó hluti af stærra vandamáli á vinnustaðnum og að ýmislegt í framkomu kennarans sjálfs væri aðfinnsluvert og honum ekki til framdráttar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024