Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmd til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Þriðjudagur 22. desember 2009 kl. 08:48

Dæmd til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun


Konan, sem stakk 5 ára gamla stúlku á Suðurgötunni í haust, er ósakhæf samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Hún er því sýknuð af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hún var hins vegar dæmd til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og til að greiða stúlkunni 900 þúsund krónur í skaðabætur.

Bótakrafan er rökstudd með þeim hætti að árás ákærðu hafi verið stórhættuleg og til þess fallin að valda miklu tjóni. Hending ein hafi ráðið því að ekki hafi farið verr og hafi brotaþoli verið í lífshættu. Við mat á miskabótum verði að líta til þess að árásin hafi verið hrottafengin.

Skaðabótakröfu 11 ára gamallar systur stúlkunnar upp á 500.000 var vísað frá þar sem hún var ekki studd neinum gögnum.

Fyrir dóminn kom og gaf skýrslu sem vitni geðlæknir og dómkvaddur matsmaður í málinu. Hann staðfesti skýrslu sína um geðrannsókn á ákærðu. Í henni kemur fram að hún hafi greinst með geðklofa og geð- og atferlisraskanir af völdum kannabisefna. Einnig staðfesti hann að ákærða hefði verið ófær um að stjórna gerðum sínum  daginn þann sem hún knúði dyra á heimili stúlkunar og stakk hana er hún kom til dyra.

Geðlæknirinn rakti efni skýrslu sinnar í meginatriðum. Hann sagði að ákærða hefði sýnt af sér mikla og vaxtandi félagslega einangrun, verið undarleg og sérkennileg og þá hefði reiði hennar brotist út með sérkennilegum og óhugnanlegum hætti. Ekki væri hægt að setja málavexti í neitt skynsamlegt samhengi.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/HBB - Lögregla vettvangi atburða í september á þessu ári.