Dælubíll til aðstoðar í Reykjavík
Dælubíll og fimm slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja eru nú á leið sinni til Reykjavíkur þar sem þeir munu aðstoða kollega sína í baráttu við stórbrunann í Austurstræti.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta hefur BS þurft að senda aðstoð á höfuðborgarsvæðið í tví- eða þrígang. Síðast í Hringrásarbrunann við Sundahöfn árið 2004.
Mynd: www.visir.is