Dælt úr Sigga Þórðar GK
Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðs Grindavíkur í morgun til að dæla úr Sigga Þórðar GK 197 þar sem hann lá við Eyjabakka. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á bátnum. Flæddi á vél og í aðstöðu fyrir ferðamenn í lestinni þegar slökkvilið bar að og var kominn talsverður sjór í bátinn.
Myndin var tekin á vettvangi í morgun.
www.grindavik.is